Brian skoraði einstaklega fallegt mark í leiknum, hann skoraði einnig úr vítaspyrnu og átt bæði mörk KA manna.
KA tók á móti Fjarðabyggð á Akureyarvelli í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í gærkveldi. Fyrri hálfleikur var markalaus
enda mætti flokka hann nokkuð auðveldlega niður í tvo hluta.
Annarsvegar reitarbolta heimamanna á vallarhelmingi Fjarðarbyggðar sem voru þéttir fyrir og svo æfingu í skyndisóknum hjá Fjarðabyggð.
Heimamenn stjórnuðu algjörlega fyrri hálfleiknum en lítið sem ekkert gekk hjá þeim að koma sér í færi, nóg um
svokölluð hálffæri en það dugar víst lítið þegar kemur að því að skora mörk. Það var Víkingur
Pálmason leikmaður Fjarðabyggðar sem átti besta færi fyrri hálfleiksins á 30. mínútu en Fannar í marki KA var snöggur út
á móti honum og varnarmenn KA náðu svo að koma boltanum frá. Staðan var því 0-0 þegar Valdimar Pálsson dómari leiksins
flautaði til hálfleiks eftir aðeins þrjár sekúndur af viðbótartíma.
KA menn gerðu skiptingu í hálfleik en það var Jakob Hafsteinsson sem kom af velli fyrir Darren Lough. Seinni hálfleikur var í raun nokkuð eins og
sá fyrri nema þá að leikmenn Fjarðabyggðar voru enn aftar á vellinum. Lítið gekk hjá leikmönnum KA að komast í gegnum
þessa þéttu vörn en smá saman fór pressan að aukast. Það var svo á 72. mínútu að boltinn endaði loksins í
netinu og þar var á ferð Brian Gilmour á ekki nema um 40. metra færi. Hann virtist taka eftir því að Gunnar Smári stóð nokkuð
framarlega og hann einfaldlega lét vaða og boltinn endaði í netinu eftir að hafa farið yfir Gunnar í Markinu, alveg hreint magnað mark.
Eftir markið urðu leikmenn Fjarðabyggðar að færa sig aðeins framar og við það opnaðist vörn þeirra. Á 87. mínútu
leiksins var David Disztl með boltann í teig Fjarðabyggðar og Haukur Ingvar Sigurbergsson tæklaði hann niður, klaufalega gert. Brian Gilmour mætti á
svæðið til að taka vítið og skilaði boltanum í netið og vonir leikmanna Fjarðabyggðar fjöruðu út.
Það verður ekki tekið af heimamönnum að þetta var verðskuldaður sigur en til að rökstyðja það má t.d. benda á
það að Fjarðabyggð náði ekki skoti í seinni hálfleiknum.
-Birgir H. Stefánsson fyrir Fótbolti.net