Frestur til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar rennur út föstudaginn 28. desember nk. og eru því þeir sem hyggjast sækja um styrk úr sjóðnum hvattir til að senda sem fyrst inn umsókn.
Hægt er að senda inn umsóknir um styrk úr Jakobssjóði allt árið, en úthlutun úr sjóðnum fer fram einu sinni á ári, í tengslum við afmæli KA í janúar ár hvert. Umsóknir skal senda á formann sjóðsstjórnar, Vigni Má Þormóðsson. Netfangið hans er vignir@1862.is Einnig er hægt að senda honum umsókn í bréfi sem stílast svo:
Minningarsjóður Jakobs Jakobssonar
co. form. stjóðsstjórnar, Vignir Már Þormóðsson
Helgamagrastræti 38
600 Akureyri
Minningarsjóður Jakobs Jakobssonar var stofnaður í minningu Jakobs Jakobssonar, knattspyrnumanns, sem lést af slysförum í Þýskalandi árið 1964. Tilgangur sjóðsins er að byggja upp og styðja yngriflokkastarf KA í knattspyrnu karla og kvenna. Sjóðsstjórn er þó heimilt að veita styrki til annarra verkefna innan KA, enda séu þau til eflingar viðkomandi deildar félagsins.