Ungmennaklúbbur KA stofnaður

Ungmennaklúbbur KA
Ungmennaklúbbur KA
Nú á dögunum hittist nokkur ungmenni í KA heimilinu í þeim tilgangi að stofna Ungmennaklúbb KA. Á fundi sem þau áttu með mér (Egill Ármann) fórum við yfir hvað hægt væri að gera til að bæta skemmtanagildið í KA heimilinu og hvað væri hægt að gera í KA heimilinu. Margar flottar og góðar hugmyndir litu dagsins ljós og alveg á hreinu að framundan er líf og fjör.
Stofanuður var hópur á facebook sem hægt er að ganga í og hafa áhrif á það sem framundan er og hvað það skal vera. Ég mæli með að allir KA krakkar fari inná þessa facebook síðu og hafi áhrif.

Næstu skref hjá Klúbbnum er að skipa stjórn Ungmennaklúbbsins. Auglýst verður sérstaklega hérna á heimasíðunni og á facebook hvenar sá fundur verður.

Allir geta sótt um að vera í stjórn. Ef fleiri en einn sækja um sömu stöðu í stjórn verður kosið um það hver hlítur stöðuna.

Hlutverk stjórnar verður að halda utanum hlutina og fá krakka til að hjálpa til.

Endilega fylgist með og skoðið okkur á facebook.