Úrslitaleikur Lengjubikarsins fer fram í dag - Áfram KA

Jói Helga mun gefa allt í leikinn í dag.
Jói Helga mun gefa allt í leikinn í dag.

KA og Breiðablik mætast í dag klukkan 17:00 í Kórnum. Þetta er úrslitaleikur Lengjubikarsins 2015 en fyrir þá sem ekki eiga heimagengt verður leikurinn sýndur beint á Sporttv.is en annars hvetjum við alla KA-menn í Reykjavík og nágrenni að kíkja á völlinn.

Breiðablik er með valinn mann í hverri stöðu og ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir KA. Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik í Lengjubikarnum til þessa en þeir hafa farið í gegnum Val og Víking á leið sinni í úrslitaleikinn. Þjálfari Blika er Arnar Grétarsson.

KA hefur verið mjög stígandi í keppninni og sannaðist það best í glæsilegum sigri liðsins á Fylki í 8-liða úrslitum. Í undanúrslitunum lögðu KA-menn ÍA á KA-vellinum eftir vítaspyrnukeppni.

Dómari leiksins í dag er Garðar Örn Hinriksson.

Allir á völlinn - Áfram KA