Fjölmargir lögðu leið sína í KA-heimilið sl. laugardag.
Síðastliðinn laugardag frá kl 11 - 13 var samankominn stór og góður hópur af KA fólki, börnum unglingum og fullorðnum til að eiga
góða stund saman.Mjólkurgrautnum
og slátrinu voru gerð góð skil, börn og fullorðnir léku sér niðri í íþróttasal og deildir innheimtu æfingagjöld.
Fjölskyldudagurinn var á allan hátt vel heppnaður og það var mjög gleðilegt að sjá hve margir komu og stöldruðu við þessa
stund.
Takk fyrir komuna þið sem lögðuð leið ykkar í KA heimilið og takk til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn svo dagurinn
yrði svona vel heppnaður.