Í dag laugardag kl 14:30 verður blásið til leiks okkar og Leiknis.
Þetta er fjórði leikur liðanna í sumar.
Leiknir er í 5. sæti deildarinnar með 5 stig en við í því 9. sæti með 4.stig.
Allir leikir eru mikilvægir og stigin 3.ætlum við okkur.
Eitthvað er um meiðsli í okkar herbúðum, en maður kemur í manns stað og
leikmannahópur okkar er fjölmennur. Við skorum á alla KA menn unga sem aldna sunnan heiða
að fjölmenna á Leiknisvöllinn og hvetja okkar menn til dáða.
Áfram KA.