85 ára afmælishátíð KA sem haldin var laugardaginn 12. janúar síðastliðinn lauk með heljarinnar miklum dansleik. Það var KA bandið sem hóf leikinn en síðan tók Páll Óskar við og hélt uppi fjörinu fram eftir nóttu. Tvö myndbönd frá ballinu eru komin inn á Youtube og auk þess er komið myndaalbúm með myndum Þóris Tryggvasonar frá ballinu.
KA bandið: Eiríkur Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Marín Eiríksdóttir, Matthías Henriksen, Stefán Jóhannsson og Hannes
Karlsson
Gestasöngvararnir Andri Snær Stefánsson og Heimir Örn Árnason tileinkuðu Sævari Árnasyni lagið sem þeir fluttu
Ragnar Sót Gunnarsson fékk KA bandið með sér í Skriðjöklasmellinum Tengja
Það fara fáir í skóna hans Páls Óskars þegar kemur að stemmingu og fjöri á dansgólfinu
Hér er hægt að skoða miklu fleiri myndir Þóris Tryggvasonar frá ballinu.