Á sunnudaginn kemur, eða 1. mars, mun fara fram heimsmetstilraun í KA-heimilinu. Þá mun Training for Warriors Iceland í samstarfi við SB Sport sem hefur aðsetur í KA-heimilinu taka þátt í að setja heimsmet. Heimsmetið snýst um að sem flestir í heiminum taki armbeygjur á sama tíma. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið, eða hafa áhuga á að vera með, að kíkja við.