Ýmir Már var rétt í þessu að framlengja samning sinn við KA um þrjú ár og er því samningsbundinn út keppnistímabilið 2020. Ýmir spilaði 5 leiki með KA sumarið 2015 en var svo að glíma við meiðsli í langan tíma. Í sumar fór Ýmir á lán til Magna og skoraði hann 2 mörk í 20 leikjum og var algjör lykilmaður þar þegar Magni tryggði sér Inkassosæti. Það eru jákæðar fréttir að Ýmir sé að ná sér á strik og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni.