Fréttir

Anna Soffía vann gull á RIG um helgina

Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn

Tíu frá júdódeild á Reykjavik International Games

Á laugardaginn mun tíu manna hópur keppa fyrir hönd KA á RIG eða Reykjavik International Games. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár er met þátttaka erlendra keppenda í júdó og hefur þátttaka þeirra verið að aukast með árunum og verða þeir nú um 50. Sýnt verður frá bronsglímum og úrslitaglímum á RÚV og hefst útsending klukkan 14:30 á laugardaginn.

Hrefna sæmd heiðursviðurkenningu ÍBA

Hrefna Gunnhildur Torfadóttir fyrrum formaður KA var í dag sæmd heiðursviðurkenningu Íþróttabandalags Akureyrar. Óhætt er að fullyrða að Hrefna hafi síðastliðin 40 ár verið áberandi í starfinu hjá KA, hvort sem það var við að selja tópas og aðgöngumiða á leiki í Íþróttaskemmunni eða þvo búninga og selja auglýsingar á þá fyrir handknattleiksdeild þá var Hrefna mætt

Filip í 2. sæti á hófi ÍBA, Martha og Alexander í 3. sæti

Íþróttamenn Akureyrar voru kjörnir í kvöld við hátíðlega athöfn í Hofi en ÍBA stendur fyrir valinu. Kjörið er kynjaskipt og átti KA að venju nokkra fulltrúa sem komu til greina. Filip Szewczyk blakkempa sem nýlega var kjörinn íþróttamaður KA varð í 2. sæti hjá körlunum og Alexander Heiðarsson júdókappi varð í 3. sætinu

Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda

Júdóæfingar hefjast

Næstkomandi mánudag (7. janúar) hefjast júdóæfingar eftir jólafrí. Tímar hópanna eru þeir sömu og á haustönn nema að krílahópur (4-5 ára) verða nú á föstudögum frá 16:15 til 17:00. Sjá æfingatöflu. Nýir iðkendur hjartanlega velkomnir.

Alexander og Berenika júdófólk KA 2018

Alexander Heiðarsson er júdómaður KA 2018 og Berenika Bernat er júdókona KA 2018. Þau eru vel að útnefningunum komin. Alexander var á árinu Íslandsmeistari í flokki fullorðinna í -66 kg flokki og Berenika varð Íslandsmeistari í undir 18 ára flokki, undir 21 árs flokki og opnum flokki fullorðinna. Alexander tók þátt í sex alþjóðlegum mótum og vann þar til tveggja verðlauna. Berenika tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum og stóð sig með sóma. Unnar Þorri Þorgilsson vann hinn árlega bikar sem gefinn er fyrir mestu framfarirnar KA óskar þeim öllum innilega til hamingju.

jólamót Júdódeildar KA

Sunnudaginn 16. desember verður jólamót Júdódeildar KA vera haldið. Mótið hefst kl 14:00 og verður haldið í KA heimilinu. Þetta er frábær vettvangur til þess að æfa sig að keppa, njóta þess að vera með og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Við hvetjum við alla júdóiðkendur (stelpur og stráka, karla og konur) til þess að taka þátt í honum með okkur.

Nýjung í Nóra

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.

Krílajúdó byrjar á sunnudaginn

Kríla júdó er fyrir krakka sem ekki eru byrjaðir í skóla. Æfingar eru á sunnudögum 11:00 til 11:45 í Laugagötunni við sundlaugina. Gert er ráð fyrir að forráðamaður sé viðstaddur á meðan á æfingu stendur. Þjálfari er Adam Brands og veitir hann nánir upplýsingar í síma 863 4928.