Fréttir

Alfreð Gíslason með skilaboð til KA manna

90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Kóngurinn sjálfur, Alfreð Gíslason, er með skýr skilaboð til allra KA manna!

Uppskeruhátíð Júdósambands Íslands

Anna Soffía júdókona ársins og Alexander efnilegastur

KA - Selfoss | Stærsti leikur ársins | Patti kemur heim

KA fær Selfoss í heimsókn í 16-liða úrslitum CocaCola-bikars karla í handbolta. Leikurinn hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn og þarf liðið á öllum þeim stuðning að halda sem fólk getur veitt.

Alexander keppir í Cardiff

Alexander Heiðarsson á leið á Opna Walesska í Cardiff með landsliðinu í Júdó.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í júdó.

Júdó er fyrir alla sem hafa náð 4 ára aldri og aldrei of seint að byrja.

Vetrarstarf í júdó að hefjast

Æfingar hefjast 4. september. Til að byrja með fara skráningar fram hjá þjálfara á æfingu. Nánari upplýsingar veitir Adam í síma 863 4928.

Júdó aftur í KA á 40 ára afmæli deildarinnar

Stjórn júdódeildar Draupnis og aðalstjórn KA hafa sameiginlega ákveðið að hefja aftur æfingar í júdó undir merkjum KA. Í sumar voru liðin 40 ár frá því að júdódeild KA var stofnuð og eru það mikilar gleðifréttir að júdó verið aftur starfrækt undir merkjum KA

Endurnýjaður styrktarsamningur KEA við KA

KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir félagið hafa lagt metnað sinn í að skila stórum hluta afkomu sinnar til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og ætíð ánægjulegt fyrir félagið að geta látið gott af sér leiða á þessu sviði.  Sigfús Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Þau sögðu að þessir styrktarsamningar hefðu reynst afar þýðingarmiklir á undanförnum árum og nýttust sérstaklega vel við eflingu á starfi og uppbyggingu íþróttafélaganna.

Þegar KA konur fóru höndum um Guðjón Þórðar...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=208594&pageId=2693823&lang=is&q=Sigr%ED%F0ur+Waage

Stórskemmtilegt Íslandsmót 11-14 ára, KA með helming allra gullverðlauna.

Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í bæði einstaklings-og liðakeppni.  KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur félög með minna.  Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.