Fréttir

Æfingatafla Júdódeildar 2018-2019

Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 3. september næstkomandi en allar æfingar deildarinnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugagötu. Mikill kraftur er í júdóstarfinu og er spennandi vetur framundan

Alexander keppir á European Cup í Paks og Prag

Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.

Sumaræfingar hjá júdódeild KA

Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar

KA júdókonur með fjögur brons á NM

Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis

Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð

Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.

KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.

Alexander og Berenika Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.

Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó

Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu

Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl

Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag

Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason