22.02.2022
Það er nóg um að vera hjá yngrilandsliðum Íslands í fótboltanum um þessar mundir og eru alls 12 fulltrúar frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum næstu dagana
14.02.2022
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2022 verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 21. febrúar næstkomandi klukkan 19:30. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar
12.02.2022
Það er af nógu að taka í dag þegar KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handboltanum og KA og Þór/KA hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu en allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00
11.02.2022
Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hafa verið valdar á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn kemur saman dagana 17.-19. febrúar næstkomandi en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
28.01.2022
Bryan Van Den Bogaert er genginn til liðs við KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og kemur frá Belgíu en hann gengur til liðs við KA frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu
20.01.2022
Þór/KA á fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 26.-28. janúar næstkomandi. Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari valdi 32 leikmenn til æfinganna en Þór/KA og Breiðablik eiga flesta fulltrúa í hópnum
18.01.2022
Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en það eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Æfingarnar fara fram dagana 24.-26. janúar næstkomandi en liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2022 en liðinu stýrir Jörundur Áki Sveinsson
18.01.2022
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 24.-26. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson en strákarnir hafa verið fastamenn í undanförnum hópum landsliðsins
18.01.2022
Þór/KA á þrjá fulltrúa í U23 landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Þetta eru þær Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir. Þjálfari liðsins er Þorsteinn Halldórsson sem einnig stýrir A-landsliðinu
15.01.2022
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið