15.10.2021
Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins
12.10.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi
12.10.2021
Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili
11.10.2021
Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum
11.10.2021
Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára. Þeir munu starfa saman sem aðalþjálfarar liðsins, auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun og vera í nánu samstarfi við þau sem ráðin verða í störf þjálfara annarra liða sem leika munu undir merkjum Þórs/KA
01.10.2021
Knattspyrnudeild KA og Dusan Brkovic hafa framlengt samning sinn og mun Dusan því spila áfram með KA á næsta tímabili. Dusan sem er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og kom frábærlega inn í liðið
28.09.2021
Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórisson hafa framlengt við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda hafa bræðurnir verið ákaflega öflugir í gula og bláa búningnum og orðnir algjörir lykilmenn í KA liðinu
28.09.2021
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina þar sem mögnuðu tímabili KA var fagnað og gert upp. Hófið var haldið í Golfskálanum og það með Októberfest blæ undir stjórn Rikka G. Þá spiluðu þeir Stebbi Jak og Magni fyrir gesti og myndaðist svo sannarlega skemmtileg stemning
27.09.2021
KA og FH áttust við á Greifavellinum um helgina í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið. KA gat með sigri tryggt sér 3. sæti deildarinnar en það var þó ljóst að verkefni dagsins yrði krefjandi enda FH með hörkulið sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum
25.09.2021
Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. KA situr fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar og tryggir með sigri næstbesta árangur í sögu félagsins auk þess sem sætið gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð