Fréttir

Kynningarkvöld fyrir sumarið á mánudaginn

Knattspyrnudeild KA stendur fyrir kynningarkvöldi á Bryggjunni á mánudaginn klukkan 20:00. KA hefur leik í Bestu deildinni þann 20. apríl og um að gera að koma sér í gírinn

Oleksiy Bykov til KA á láni

Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er genginn til liðs við KA á lánsamning og leikur því með liðinu í Bestu deildinni sem hefst þann 20. apríl næstkomandi með heimaleik KA gegn Leikni

Ársmiðasalan er hafin fyrir sumarið!

Fótboltasumarið er að hefjast en baráttan í Bestu deildinni hefst 20. apríl með heimaleik KA gegn Leikni. Það er því um að gera að koma sér strax í gírinn og tryggja sér ársmiða en ársmiðasalan er nú hafin og fer öll fram í gegnum miðasöluappið Stubbur að þessu sinni

Haukur Heiðar leggur skóna á hilluna

Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langvarandi meiðsli. Haukur sem er þrítugur að aldri er uppalinn hjá KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið þann 12. maí 2008 er KA lék gegn Fjarðabyggð en Haukur kom þá inná sem varamaður fyrir Dean Martin

Fylkir - KA í Lengjubikarnum í dag

KA sækir Fylkismenn heim í Lengjubikarnum í dag en fyrir leikinn eru liðin ásamt FH jöfn í efsta sæti riðilsins með 7 stig af 9 mögulegum. Aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því um ansi mikilvægan leik að ræða

12 frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum

Það er nóg um að vera hjá yngrilandsliðum Íslands í fótboltanum um þessar mundir og eru alls 12 fulltrúar frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum næstu dagana

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA 2022

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2022 verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 21. febrúar næstkomandi klukkan 19:30. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar

Þrefaldur leikdagur kl. 16:00

Það er af nógu að taka í dag þegar KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handboltanum og KA og Þór/KA hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu en allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00

Iðunn og Kimberley á úrtaksæfingar U17

Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hafa verið valdar á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn kemur saman dagana 17.-19. febrúar næstkomandi en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði

Bryan Van Den Bogaert í KA

Bryan Van Den Bogaert er genginn til liðs við KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og kemur frá Belgíu en hann gengur til liðs við KA frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu