Fréttir

KA tekur þátt í Scandinavian League

Undirbúningur fyrir komandi knattspyrnusumar er kominn af stað og mun KA taka þátt í nýju og spennandi verkefni í byrjun næsta árs. KA er eitt 12 liða sem keppa á Scandinavian League mótinu sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar á Alicante á Spáni

6 frá KA í æfingahópum U15 og U16

KA á sex fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í knattspyrnu sem æfa þessa dagana. Báðir hópar æfa í Skessunni í Hafnarfirði og er frábært að við eigum jafn marga fulltrúa og raun ber vitni á æfingunum

Angela, Amalía og Krista á úrtaksæfingum U16

Þór/KA átti þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fóru fram á dögunum. Þetta voru þær Angela Mary Helgadóttir, Amalía Árnadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og stóðu stelpurnar sig vel á æfingunum

Iðunn og Steingerður á úrtaksæfingar U17

Þór/KA á tvo fulltrúa á úrtaksæfingum U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 3.-5. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Steingerður Snorradóttir

Sjö fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

KA á alls sjö fulltrúa í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fer fram næstu daga. Í hæfileikamótuninni koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu og fá þar smjörþefinn af því að æfa í því umhverfi sem yngrilandslið Íslands vinna í

Igor Bjarni Kostic ráðinn til KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins

Ný keppnistreyja KA - forsala hafin

Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi

Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili

Hallgrímur Jónasson framlengir við KA

Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum

Perry og Jón Stefán taka við Þór/KA

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára. Þeir munu starfa saman sem aðalþjálfarar liðsins, auk þess að hafa yfirumsjón með þjálfun og vera í nánu samstarfi við þau sem ráðin verða í störf þjálfara annarra liða sem leika munu undir merkjum Þórs/KA