Fréttir

Pistill frá Óla Stefáni til allra KA-manna

Ágætu félagar, við höfum þegar þetta er skrifað spilað fjóra leiki í deild og einn í bikar á 18 dögum. Niðurstaða leikjana eru þrjú töp og tveir sigrar í þremur útileikjum og tveimur heimaleikjum. Við töpum á móti ÍA úti þar sem við gerum okkur seka um mistök sem ég kalla gjald sem félagið er til í að greiða til að taka á móti frábærum ungum leikmönnum

Þórdís Hrönn til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA og Kristianstads DFF í Svíþjóð hafa samið um að Þór/KA fái Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur á tveggja mánaða lánssamningi frá sænska félaginu. Þórdís Hrönn er á leið til landsins og hefur þegar fengið keppnisleyfi með Þór/KA

Bikarslagur hjá 2. flokk karla í dag

2. flokkur karla hefur leik í Bikarkeppni KSÍ í dag þegar strákarnir taka á móti Völsung á KA-vellinum klukkan 19:15. Leikurinn er liður í 32-liða úrslitum keppninnar og eru strákarnir staðráðnir í að fara langt í keppninni í sumar og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leik kvöldsins

Myndaveislur frá leik KA og Breiðabliks

KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar karla á Greifavellinum í gær. Mætingin á leikinn var til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns lögðu leið sína á völlinn og er virkilega gaman að finna fyrir stuðningnum bakvið KA liðið í sumar. Þrátt fyrir fína spilamennsku strákanna voru það gestirnir sem fóru með 0-1 sigur af hólmi

Tap gegn Blikum

KA tapaði í kvöld 0-1 fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Mark Blika kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir einungis þriggja mínútna leik.

KA tekur á móti Breiðablik í dag

Það er komið að næsta heimaleik í Pepsi Max deild karla þegar KA tekur á móti Breiðablik klukkan 19:15 á Greifavellinum í kvöld. KA liðið hefur byrjað mótið af krafti og var virkilega óheppið að fá ekkert útúr síðasta leik er strákarnir sóttu FH heim

Myndaveislur frá sigri Þórs/KA á Fylki

Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Fylki í fyrsta heimaleik sumarsins á Þórsvelli í gær og komst þar með á blað í Pepsi Max deild kvenna. Sandra Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir gerðu mörk okkar liðs en Fylkir sem er nýliði í deildinni barðist vel og því þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir hlutunum

Þór/KA komið á blað eftir sigur á Fylki

Þór/KA tók á móti Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik sumarsins. Stelpurnar höfðu tapað illa fyrir sterku liði Vals í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar og voru staðráðnar í að sækja sín fyrstu stig gegn nýliðum Fylkis sem höfðu unnið Keflavík í sínum fyrsta leik í sumar

KA Podcastið - Grímsi ræðir sigurinn á Val

KA Podcastið er komið aftur í gang og Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í knattspyrnu mætir í stúdíó-ið til þeirra Siguróla og Hjalta. Þar ræðir hann meðal annars um frábæran sigur KA á Íslandsmeisturum Vals sem og framhaldið hjá KA liðinu

KA lagði Þór tvívegis í 3. flokki í gær

Það voru tveir hörkuleikir á KA-vellinum í gær er KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 3. flokki karla B. Eins og alltaf í nágrannaslögum liðanna var hart barist en á endanum fór KA með sigur af hólmi í báðum leikjum