29.09.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til Hjalta Hreinssonar. Þeir félagar fara yfir nýliðið sumar en KA endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar og er það besti árangur KA frá árinu 2002
29.09.2019
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. Góðu gengi sumarsins var fagnað en KA liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir
28.09.2019
KA sigraði Fylki í dag í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum. KA leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa lent undir á fyrstu mínútu leiksins. Elfar Árni fór hamförum í liði KA og skoraði þrennu í leiknum í dag.
27.09.2019
Lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00. KA tekur á móti Fylki en með sigri mun liðið tryggja sér 5. sæti deildarinnar en gestirnir eru fyrir leikinn sæti neðar með jafn mörg stig og KA liðið
27.09.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM. Undankeppnin fer fram dagana 2.-8. október næstkomandi og verður leikin á Íslandi
25.09.2019
KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-21, U-17 og U-16 ára landsliðshópum Íslands í knattspyrnu. Torfi Tímoteus Gunnarsson er fulltrúi KA í U-21 árs landsliðinu en Torfi hefur verið öflugur með meistaraflokksliði KA í sumar og er fastamaður í unglingalandsliðinu sem mun æfa 7.-9. október
25.09.2019
Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum en KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er Fylkir mætir á Greifavöllinn. Sumarið verður gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið en húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk
24.09.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín ansi hressa og skemmtilega gesti þessa vikuna. Almarr Ormarsson og Jón Heiðar Sigurðsson líta við en báðir fögnuðu þeir góðum sigri um helgina
22.09.2019
KA sigraði bikarmeistara Víkings í dag í Fossvoginum í 21.umferð Pepsi Max deildarinnar. KA leiddi 0-1 í hálfleik en síðari hálfleikur var mikil skemmtun og lauk leiknum með 2-3 sigri KA.
18.09.2019
KA tók á móti HK á Greifavellinum á sunnudaginn en leikurinn var næstsíðasti heimaleikur sumarsins hjá liðinu í Pepsi Max deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin seint í uppbótartíma og lokatölur því 1-1