03.05.2019
Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur
26.04.2019
KA hefur á morgun leik í Pepsi Max deild karla á morgun. Liðið mætir þá Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00.
26.04.2019
Næstu daga munu sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg við að koma Greifavellinum í gott stand fyrir sumarið.
Sjálfboðaliða-vinnudagar verða eftirtalda daga:
Sunnudaginn 28. apríl kl. 12:00-15:00
Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00-19:00
Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00-17:00 - léttar veitingar fyrir sjálfboðaliða eftir hádegið
fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00-19:00
Föstudaginn 3. maí kl. 17:00-19:00
24.04.2019
Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA er á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18:00 í veislusal KA-heimilisins. Það verður öllu tjaldað til og hægt að koma með alla fjölskylduna á kynningarkvöldið og fá í leiðinni gómsætan grillmat og með'í fyrir litlar 2000kr á mann.
23.04.2019
Markvörðurinn Aron Elí Gíslason hefur verið lánaður út tímabilið til Magna á Grenivík. Samhliða því hefur KA samið við Kristijan Jajalo út keppnistímabilið 2019
23.04.2019
Nú líður að fyrsta leik í Pepsi Max deildinni en það er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl. Eins og venja hefur verið undanfarin sumur verður farin hópferð hjá stuðningsmönnum KA á leikinn og er komið að skráningu
23.04.2019
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en á dögunum lauk forkeppni keppninnar og því orðið ljóst hvaða 20 lið væru í pottinum ásamt þeim 12 liðum er leika í Pepsi Max deildinni. KA fékk útileik gegn 3. deildarliði Sindra og verður leikið á Höfn
16.04.2019
Það er farið að styttast í að hasarinn í Pepsi Max deild karla hefjist og hófst sala á ársmiðum hjá knattspyrnudeild KA í gærkvöldi á vel heppnuðu stuðningsmannakvöldi. Fyrsti leikur KA í sumar er á Akranesi laugardaginn 27. apríl og við tekur fyrsti heimaleikurinn gegn Val sunnudaginn 5. maí á Greifavellinum
15.04.2019
Það var stórleikur í Boganum í kvöld er Þór/KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðin höfðu mæst nýverið í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem Þór/KA fór með 2-1 sigur af hólmi eftir hörkuleik. Það mátti því búast við spennuleik í kvöld sem úr varð
12.04.2019
Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Brynjar Ingi hefur staðið sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og lék meðal annars alla sex leiki KA í Lengjubikarnum, þá var hann nýverið valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands