27.05.2021
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. júní kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.
27.05.2021
Fim - leikjaskóli FIMAK
Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2015).
Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14.
27.04.2021
Óskum eftir yfirþjálfara í hópfimleikum, dansþjálfara í hópfimleikum og Parkour þjálfara.
19.04.2021
Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum/forráðarmönnum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.
Ákveðið var að bjóða upp á þá nýjung að bjóða salinn til útleigu á fimmtudaginn 22.apríl eða sumardaginn fyrsta.
Laus eru tvö pláss þann dag.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur það endilega sendið okkur póst á afmæli@fimak.is eða hér í gegnum síðuna.
15.04.2021
Æfingar byrja í dag fimmtudag 15 apríl með hefðbundnu sniði hjá öllum hópum. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum á Sprotabler frá þjálfurum.
24.03.2021
Ljóst er eftir upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í dag að allar æfingar munu falla niður frá og með morgundeginum 25.mars. Á fundinum kom fram að allt íþróttastarf barna-, unglinga og fullorðinna sé óheimilt og gildir þessi reglugerð í þrjár vikur.
Við þjófstörtum því páskafríinu sem átti að hefjast á föstudaginn. Þjálfarar verða í sambandi í gegnum sportabler varðandi framhaldið eftir páska eða þann 6.apríl.
22.03.2021
Margrét Jóna Kristmundsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri FIMAK