30.07.2019
Fimleikafélagið hefur ráðið til starfa Ólöfu Línberg Kristjánsdóttir á skrifstofu félagsins. Ólöf mun einnig koma inn í þjálfun. Ólöf er uppalin hjá Fimleikafélaginu og æfði fimleika til fjölda ára og þjálfaði einnig hjá okkur nokkur ár áður en hún fór suður í nám í íþróttafræði. Ólöf úskrifaðist með B.Sc í Íþróttafræði frá HR 2015 og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið Ólöfu norður sem mun hefja störf 1. ágúst.
09.06.2019
Fimleikanámskeið sem verða í boði í júní hjá fimleikafélaginu. Um er að ræða almenn fimleikanámskeið, hópfimeikanámskeið, áhaldafimleikanámskeið og Parkour ásamt fim-leikjanámskeiðunum sem eru á morgnanna hjá okkur. Skráningar fara fram í gegnum Nora
28.05.2019
Í sumar býður fimleikafélagið upp á leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2010-2012. Námskeiðin eru frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00. Krakkar fæddir 2013 geta verið með á námskeiðum í ágúst ef næg þátttaka fæst.
29.04.2019
Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram. Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla. Venjuleg aðalfundastörf fara fram. Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum.
06.04.2019
Helgina 5.-7. apríl falla allar æfingar niður hjá félaginu vegna innanfélagsmóts. Verið er að keppa í öllum greinum fimleika nema Parkour um helgina og krýndir Akureyrarmeistarar í lok hvers keppnisdags. Parkour mótið verður auglýst síðar.
03.04.2019
Um helgina fer fram Akureyrarfjör hjá okkur. Þar gefst öllum iðkendum á grunnskóla aldri að keppa í fimleikum. Yngri hóparnir gera þær æfingar sem þeir hafa lært í vetur og við hvert áhald situr dómari sem skráir niður hvernig gékk. Um helgina verður keppt í grunnhópum, stökkfimi og áhaldafimleikum. Parkour fer fram síðar í apríl. Tilgangur mótsins er að allir fái smá innsýn í hvernig er að keppa í fimleikum og svo er ekki verra að hafa pabba, mömmu, afa og ömmu í salnum að fylgjast með. Eldri iðkendurnir okkar keppa svo um Akureyrarmeistara titil í hverjum styrkleika fyrir sig.
30.03.2019
Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi