02.05.2018
Nú er nýr mánuður genginn í garð og venjulega værum við að horfa fram á áhorfviku.En það er hefð fyrir því að svo sé ekki í maimánuði.Ástæðan er sú að nú eru hóparnir að byrja að æfa undir vorsýningu og ekki má skemma fyrir foreldrum upplifunina þegar á sýninguna er komið.
25.04.2018
Senn líður að aðalfundi, sem verður haldinn í maí.FIMAK leitar að fólki í ýmis stjórnarstörf og er forsenda fyrir starfi íþróttafélags eins og FIMAK.Hafir þú áhuga á að koma að uppbyggingu félagsins, þá má hafa samband við skrifstofa@fimak.
23.04.2018
Fimleikafélag Akureyrar og Landsbankinn hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning.Landsbankinn hefur undanfarin ár stutt dyggilega við FIMAK og eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt félaginu.
19.04.2018
Föstudaginn 20.apríl og laugardaginn 21.apríl munu fimleikar.is vera í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla að selja fimleikavarning.Salan mun fara fram í anddyrinu og standa yfir frá kl.
17.04.2018
Dagana 19.20.& 21.apríl fer fram Akureyrarfjör Fimleikafélagsins.Þetta er innanfélagsmót þar sem öllum iðkendum félagsins gefst kostur á að keppa.Iðkendur yngri en 9 ára keppa ekki til verðlaunasætis heldur fá allir þáttökuverðlaun.
16.04.2018
Rétt í þessu var Kristín Hrund Vatnsdal að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í 2.þrepi kvenna í áhaldafimleikum.Mótið fór fram í Laugarbóli hjá Ármenningum og keppt er í öllum þrepum fimleikastigans yfir helgina.
16.04.2018
Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum í Laugarbóli hjá Ármenningum.Frá Fimleikafélagi Akureyrar kepptu 18 keppendur, 15 stelpur og 3 strákar.Þessir krakkar skiluðu stórglæsilegum árangri og komu norður með tvö gull og eitt silfur ásamt einum Íslandsmeistaratitli.
10.04.2018
Dagana 19-21 apríl fer fram hið árlega Akureyrarfjör.Skráning fer fram á þátttökuskjali inn facebookhópum hvers hóps fyrir sig.Þetta er ekki bindandi skráning en með þessu viljum við sjá umfangið m.
07.04.2018
Skrifstofan verður lokuð til 18.apríl.Í flestum tilfellum er hægt að snúa sér til þjálfara eða yfirþjálfara.Sé málið brýnt og varðar skrifstofu er hægt að senda póst á netfangið skrifstofa@fimak.
05.04.2018
FIMAK í samstarfi við AK EXTREME ætla að halda parkour mót sunnudaginn 08.apríl.Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla og opnar húsið kl.10.30, mæting í síðasta lagi 10:45 hjá keppendum 13 ára og yngri.