23.08.2017
Hér til hliðar (sjá mynd) má líta hópa F-4a (eldri) og F4-b (yngri).Stundataflu reynum við svo að birta eins fljótt og auðið er.
19.08.2017
Stundaskrá eldri hópa næstu tvær vikur lítur svona út (sjá mynd).Stefnt er að því að þetta sé endanleg stundaskrá en þó gætu orðið breytingar eftir tvær vikur þegar fullunnin tafla lítur dagsins ljós.
19.08.2017
Eftirfarandi eru í hópum K-1 og K-2.Æfingatafla fyrir næstu tvær vikur kemur inn seinna í dag.
19.08.2017
Eftirfarandi eru í hópum F-1 til F-3.Æfingatafla fyrir næstu tvær vikur kemur inn seinna í dag.
09.08.2017
Vinna er í fullum gangi við æfingatöflu og gjaldskrá vetrarins.Eldri keppnishópar í áhaldafimleikum byrjuðu í dag og eldri keppnishópar í hópfimleikum byrja á mánudaginn í næstu viku.
05.07.2017
Ætlum að vera við á milli klukkan 17:00 og 18:00, miðvikudaginn 12.júlí upp í fimleikahúsi og afhenda þeim sem eiga eftir að sækja myndir.Skrifstofan er komin í frí og því ekki hægt að nálgast myndirnar á öðrum tíma fyrr en líður að ágúst.
05.07.2017
Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með morgundeginum, 6.júlí.Skrifstofan verður aftur opnuð mánudaginn 24.júlí.
30.06.2017
Við eigum bara ekki til orð hversu frábærir krakkarnir voru á leikjanámskeiði hjá okkur í sumar! Og viðtökurnar, upppantað á öll námskeiðin og langir biðlistar.Reynum að fá fleira starfsfólk á næsta ári, svo allir komist að.
29.06.2017
Mánudaginn 3.júlí verður afhendingardagur á myndum frá vorsýningunni.Við verðum stödd upp í fimleikahúsi á milli kl.17:00 og 19:00.Við biðjum ykkur eftir fremsta megni að nýta þennan tíma til að sækja myndirnar.
23.06.2017
Á morgun, laugardaginn 24.júní fer fram Alþjóðlegi handstöðudagurinn.Ekkert fimleikafólk lætur þennan dag framhjá sér fara! Handstaða er undirstaða í mörgum fimleikaæfingum og er framkvæmd af fimleikafólki á öllu getustigi.