08.05.2017
Snorri Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FIMAK.Snorri hefur undanfarna þrjá vetur verið í viðskiptafræðinámi við HA en hann mun ljúka því námi um næstu áramót, þar sem hann á einungis eftir að skila lokaritgerð.
02.05.2017
Dagana 27.og 28.maí fer fram Vorsýning FIMAK.Fimleikafélagið er 40 ára í ár og mun sýningin verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr af því tilefni.Að sögn sýningastjóranna Huldu Rúnar, Karenar Hrannar og Mihaelu Bogodai er æft stíft en mikil leynd er yfir atriðunum enn sem komið er en þær lofa mikilli skemmtun.
26.04.2017
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 11.maí kl.20:30 í íþróttahölllinni.Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.
21.04.2017
Við minnum á að það er frí á æfingum í dag föstudag og á morgun laugardag
21.04.2017
Við minnum á að í dag föstudag og morgun laugardag eru ekki æfingar vegna Akureyrarfjörs
12.04.2017
Akureyrarfjör Landsbankans 2017 fer fram 20.til og með 22.april nk. ATH að engar æfingar verða hjá okkur þá daga vegna mótsins. Allir iðkendur sem æfa á virkum dögum, utan við parkour hópa, taka þátt í Akureyrarfjörinu.
12.04.2017
Við minnum á að eftir daginn í dag fara allir hópar í páskafrí.Æfingar hefjast að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18.apríl næstkomandi.
09.04.2017
Sunnudaginn 9.apríl fór fram hja FIMAK parkourmót í samstarfi við AK Exreme.Yfir 100 þátttakendur voru á mótinu frá félögum alls staðar af landinu.Keppt var í fimm aldursflokkum, auk þess sem Akureyrarmeistara FIMAK í drengja og stúlknaflokki voru krýndir.
06.04.2017
Í næstu viku, mánudag til miðvikudag, verða æfingar hjá öllum hópum samkvæmt stundaskrá.Daganna 20 til 22 april nk verður haldið innanfélagsmót (Akureyrarfjör Landsbankans) hjá okkur.
03.04.2017
Liðna helgi fór fram Íslandsmót í þrepum í Laugarbóli hjá Ármenningum.Á þessu móti keppa þeir sem náð hafa lágmarksskori í því þrepi sem þeir hafa keppt í yfir veturinn.