12.11.2010
Það er líf og fjör í handboltanum á Akureyri þessa dagana, góður sigur á Selfyssingum í gær og strax á
mánudaginn er heimaleikur í Eimskipsbikarnum gegn liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum.
Liðin mættust hér í Höllinni í byrjun október og lyktaði leiknum með fimm marka sigri Akureyrar 28-23. Það er hins vegar á hreinu
að þau úrslit gera ekkert annað en efla Mosfellinga til dáða og þeir hafa svo sannarlega sýnt það í leikum deildarinnar að ekkert
lið getur bókað sigur gegn þeim.
07.11.2010
3. flokkur kvenna spilaði sinn 2. leik á Íslandsmótinu nú í dag. Um síðustu helgi töpuðu þær illa gegn Fylki og voru
þær staðráðnar að sýna sitt rétta andlit í dag.
Leikurinn byrjaði heldur illa, Fram náði fljótt fjögurra marka forustu og um miðjan síðari hálfleik var staðan 3-7 fyrir Fram. Þá var
eins og það hefði kviknað á stelpunum, vörnin varð gríðarlega sterk, mikil stemming kom í liðið og Kolbrún Helga í miklu
stuði fyrir aftan. Sóknarlega voru þær þó ekki að gera neinar rósir en með gríðarlega sterkri vörn og markvörslu
náðu þær að vinna sig inn í leikinn aftur og skoraði Fram einungis eitt mark á 15 mínútum. Staðan í hálfleik 7-9 fyrir
Fram.
03.11.2010
Það verður enginn smáleikur í kvennaboltanum á föstudaginn þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Stjörnunnar
í Eimskipsbikar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:15 í KA heimilinu og ástæða til að hvetja alla til að koma og standa með stelpunum gegn einu
öflugasta liði landsins þessa stundina.