29.11.2010
Handknattleiksdeild/unglingaráð KA er í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður
í umhverfisstefnu Akureyrarbæjar. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið.
Viltu losna við að fara í grenndargáma?
Viltu styrkja KA í leiðinni?
Verð 950 kr. á mánuði.
Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma.
Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir.
Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða 462-3482 og svo má líka senda tölvupóst á ka-handbolti@ka-sport.is.
29.11.2010
KA 1 og KA 2 í 6.fl. karla eldra ár fóru á mót um helgina sem haldið var af Haukum í Hafnarfirði. KA 1 keppti í 1. deild og
stóðu þeir sig vel þótt tveir leikir hafi tapast með aðeins einu marki en upp úr stóð jafntefli við FH sem vann mótið og
tapaði aðeins stigi á móti okkar mönnum. Þessi deild er mjög jöfn að getu og vantaði okkur bara smá heppni til að ná lengra.
26.11.2010
Nú um helgina verður nóg um að vera í handboltanum í KA heimilinu. Afturelding kemur í heimsókn og spilar þrjá leiki við KA.
Föstudagur 26/11 kl. 18:30 KA-Afturelding 3 flokkur kk. 2.deild
Laugardagur 27/11 kl. 11:30 KA-Afturelding 4 flokkur kk. 1.deild
Laugardagur 27/11 kl. 17:30 KA-Afturelding 3 flokkur kk. 1.deild
Við hvetjum fólk til að koma í KA heimilið og sjá þessa ungu og efnilegu handboltastráka félagsins.
25.11.2010
Handknattleiksdeild/unglingaráð KA eru í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður í
umhverfisstefnu bæjarins. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið.
Styrkjum K.A
Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma.
Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir.
Aðeins 950 kr. pr mán.
Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða sent tölvupóst á
ka-handbolti@ka-sport.is.
25.11.2010
5. flokkur drengja yngra ár fór í sína aðra keppnisferð í vetur til Reykjavíkur um síðustu helgi, 19-20 nóv. Nú var
ferðinni heitið í Gróttuheimilið þar sem mótið var haldið að þessu sinni. Handboltalið KA var með tvö lið og spilaði KA1
í 2. Deild og KA2 í 4.deild.
24.11.2010
Akureyrarliðið skemmti landsmönnum svo sannarlega í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn með frábærum leik gegn FH. Næsti
kafli í ævintýrinu fer fram fimmtudaginn í Höllinni þegar helstu mótherjar okkar, HK mæta eftir að hafa hitað upp í Rússlandi
um síðustu helgi.
Allir þeir sem skemmtu sér við sjónvarpið fá nú kjörið tækifæri til að upplifa stemminguna á eigin skinni með
því að mæta í Höllina. Það er fátt sem jafnast á við að taka þátt í stemmingunni í troðfullri
Höll og fylgjast með tveim bestu og skemmtilegustu liðum landsins kljást á vellinum.
22.11.2010
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn þriðja leik í deildinni nú um helgina gegn liðinu í 2. sæti, Haukum.
Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en alltaf beið maður eftir því að stelpurnar tækju úr 1. gír og færu fram
úr. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik 10-11 og KA/Þór síst lakara liðið.
18.11.2010
Áður auglýstum leik meistaraflokks KA/Þór í 2. deild kvenna gegn Fylki hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna
vandræða hjá Fylkiskonum. Það er sem sé ekki leikur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 15:00!
14.11.2010
Stelpurnar í 4. flokk kvenna áttu þrjá leiki yfir höfði sér þegar keyrt var til Reykjavíkur á föstudaginn. Einn um kvöldið
og tvo á laugardeginum. B liðið fór ekki með að þessu sinni sökum manneklu en þeir leikir verða spilaðir eftir áramót.
12.11.2010
Áður en leikur Akureyrar og Selfoss hófst í gærkvöld innsigluðu formenn KA og Þór nýjan samning um rekstur á Akureyri
Handboltafélagi. Upphaflegi samningurinn var til fimm ára og nú er félagið einmitt á sínu fimmta starfsári. Nýi samningurinn sem kynntur
var í gær gildir til næstu tíu ára og nær til meistaraflokks karla og 2. flokks karla.