Fréttir

Foreldrafundur 6. flokks kvenna í handbolta

Foreldrafundur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 30. september klukkan 20:00 í KA heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta. Þjálfarar 6. flokks kvenna. Kolbrún Gígja Einarsdóttir S. 8485144   Heimir Sigurðsson S. 6625093

Fréttabréf unglingaráðs handboltans komið út

Unglingaráð handboltans var að gefa út fyrsta fréttabréf haustsins. Þar er fjallað um starfið framundan, fundahöld og keppnisferðir, greint frá æfingagjöldum o.fl.

4. flokkur kvenna spilaði um helgina

Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu á niðurröðunarmóti Íslandsmótsins nú um helgina.  Stelpurnar spiluðu þrjá leiki og töpuðust tveir af þeim en einn leikur vannst.  Á föstudag spiluðu stelpurnar við lið Fram og fór hann 14-12 fyrir Fram. KA/Þór byrjaði ákaflega illa og komust Fram stelpur í þægilegt forskot. Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum og minnkuðu KA/Þór stelpur muninn jafnt og þétt og fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en það gekk ekki upp og eins og áður sagði vann Fram með tveimur mörkum.

Breytingar á æfingatímum handboltans

Það  þurfti að gera nokkrar breytingar á æfingatöflu handboltans sem var birt á dögunum. Gerðar voru breytingar á æfingum 4. flokks stúlkna og drengja, unglingaflokkum karla og kvenna svo og meistaraflokki kvenna. Ný tafla hefur tekið gildi og hvetjum við alla til að kynna sér hana.  Vonandi sjáum við sem flesta, hressa og káta eftir gott sumar, öllum er velkomið að koma og prófa. Fréttabréf um starf vetrarins verður sett inn á síðuna síðar. Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna.

Handboltafréttir / Skómarkaður

Þá er fyrsta  vika handboltatímabilsins liðin og er mæting á æfingar mjög góð, gaman að sjá hvað bæði strákar og stelpur eru áhugasöm og hafa gaman  á æfingum.  Allir krakkar eru velkomnir að koma og prófa.  Í vetur ætlum við að reyna að setja upplýsingar um starfið hér á heimasíðu KA og verður þá vonandi auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast  hjá okkur. Nú er einmitt tíminn sem menn eru að velta fyrir sér kaupum á innanhússkóm.  Skórnir frá síðasta vetri orðnir of litlir, þó þeir séu svo til óslitnir og dýrt að kaupa nýja.  Við ætlum því að bjóða upp á skiptimarkað með innanhússkó , næstkomandi laugardag.