Fréttir

Meistaraflokkur KA/Þór semur við BK kjúkling

Meistaraflokkur kvenna KA/Þór hefur gert samning við BK kjúkling Grensásvegi 5 í Reykjavík um að stelpurnar fari þangað að borða fyrir útileikina. Þetta er góður samningur fyrir stelpurnar og við hvetjum alla KA menn og Þórsara að skreppa á BK kjúkling þegar fólk á leið suður.

Meistaraflokkur og 3. flokkur KA/Þór hefja keppni um helgina

Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í N1 deildinni á laugardag kl. 16:00.  Leikurinn er í Digranesi við HK, en þeim hefur einmitt verið spáð mikill velgengni í vetur og byrjuðu tímabilið á því að sigra Fram í fyrstu umferð.