01.02.2012
Fimmtudaginn 2. feb kl 17:40 hefst baráttan um bæinn í KA-Heimilinu. KA-2 er í hefndarhug gegn taplausum Þórsurum. Búist er við þéttum
og skemtilegum leik og því ættu allir að mæta!!
20.01.2012
Það verður mikið um að vera í KA heimilinu í dag, föstudaginn 20. janúar, fimm handboltaleikir hjá yngri flokkum félagsins og
einn hjá 2. flokki Akureyri handboltafélags. Um að gera að koma í KA heimilið og sjá unglingana okkar í handbolta, kveikt verður á
sjónvarpinu fyrir þá sem vilja horfa á landsleikinn.
Kl. 15:30 4. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 16:30 3. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 18:00 2. flokkur karla Akureyri-Selfoss
Kl. 20:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 1. deild
Kl. 21:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 2. deild
19.01.2012
KA-1 mætir Selfossi í KA-Heimilinu kl. 16:30 á föstudaginn 20. jan. Selfyssingar eru á toppnum og taplausir en KA menn eru á botnum og þurfa
því á öllum þeim stuðningi að halda sem möguleiki er á, því þörf er á stigum.
15.01.2012
Grótta lagði KA/Þór með eins marks mun, 26-25, í hörkuleik í KA-heimilinu á laugardaginn í uppgjöri botnliðanna í
N1-deild kvenna í handknattleik. Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Sunna María Einarsdóttir skoraði 26 mark Gróttu rúmri
mínútu fyrir leikslok og það reyndist sigurmark leiksins. Grótta fer með sigrinum uppfyrir KA/Þór og hefur þrjú stig í sjöunda
til áttunda sæti, líkt og FH, en KA/Þór situr á botninum með tvö stig.
13.01.2012
Þórir Tryggvason sendi okkur fjölmargar myndir frá afmælishátíð KA sem haldin var sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn.
12.01.2012
Á laugardaginn byrjar boltinn aftur að rúlla í N1 deild kvenna. Stelpurnar okkar fá þá lið Gróttu í heimsókn og hefst
leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu.
Aðgangur er ókeypis og um að gera að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning.