Fréttir

Akureyri - HK í Íþróttahöllinni í kvöld, fimmtudag

Eftir langa bið eftir heimaleik er hún loksins á enda því að í dag fáum við HK í heimsókn. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þetta einungis annar heimaleikur Akureyrar á þessu ári en andstæðingarnir í síðasta heimaleik voru einmitt líka HK. Eftir sigra í síðustu þrem síðustu leikjum (öllum á útivöllum) er Akureyri komið í 4. sæti N1 deildarinnar, stigi á eftir HK sem er í 3. sætinu. Baráttan um sæti meðal fjögurra efstu liða er gríðarhörð og ekkert má gefa eftir til að halda því. Það má því líta á alla leikina fimm sem eftir eru í deildinni sem hreina úrslitaleiki.

KA/Þór með útisigur á Haukum

Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka, 26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem sitja nú í 7. sæti.

Handboltaleikir hjá unglingaflokkum í KA heimilinu um helgina

Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30 spila KA 1 og Valur. Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK. Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.