Fréttir

Jónatan Magnússon ráðinn þjálfari mfl. kvenna hjá KA/Þór

Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari KA/Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik. Jónatan er uppalinn KA-maður en samhliða þjálfun liðsins mun hann starfa hjá KA sem yfirþjálfari yngri flokka. Jónatan flyst búferlum heim frá Noregi í sumar þar sem hann hefur bæði þjálfað og spilað við góðan orðstýr undanfarin ár.

Þrjár úr KA/Þór á landsliðsæfingum um liðna helgi.

Þær Anna Þyrí Halldórsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir æfðu með U-16 um helgina.

Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar er á þriðjudaginn

Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar KA er á þriðjudaginn 31. maí í KA-heimilinu

KA spjallið: Stefán Guðnason

Stefán Guðnason yfirþjálfari yngri flokka KA í handbolta mætti í Árnastofu í skemmtilegt spjall við Siguróla Magna Sigurðsson og fór yfir nýliðinn handboltavetur

Myndir frá lokahófi handknattleiksdeildar og viðtal

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í KA-Heimilinu fimmtudaginn 19. maí. Eins og venjulega var mikið líf á hófinu enda voru margir skemmtilegir leikir og þrautir í boði. Einnig voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í hverjum flokki verðlaunaðir.

Lokahóf handknattleiksdeildar KA á fimmtudaginn

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið fimmtudaginn 19. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!

5. flokkur karla Íslandsmeistarar 2016

6. flokkur eldra árs leikir, úrslit og myndir

Stórbrotinn sigur Akureyrar á Haukum

Það voru án efa býsna margir sem töldu það nánast formsatriði fyrir Íslandsmeistara Hauka að gera út um einvígi liðanna eftir öruggan sigur þeirra á heimavelli á fimmtudaginn. Stór hópur stuðningsmanna Hauka fylgdi þeim norður til að taka þátt í gleðinni.

Annar leikur Akureyrar og Hauka kl. 16:00 á laugardaginn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi leiksins heldur mæta og standa dyggilega með okkar mönnum. Það er allt undir og slíkir leikir eru einmitt skemmtilegastir. Mætum og skemmtum okkur, leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardaginn!