10.01.2016
KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan sigur á FH síðastliðinn laugardag. Heimakonur höfðu tögl og hagldir allan tímann, voru sex mörkum yfir í hálfleik 12:6 og unnu að lokum sigur 27:18 KA/Þór hafði sætaskipti við FH með sigrinum, er með sjö stig í þriðja neðsta sæti en FH er með tveimur stigum minna.