Fréttir

Akureyri vann en KA dæmdur 0-10 sigur

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni í kvöld þegar ungmennalið KA og Akureyrar áttust við. Töluverð spenna var fyrir leiknum enda margir flottir leikmenn í báðum liðum sem fá flottan möguleika á að láta ljós sitt skína í 2. deildinni

Bæjarslagur í kvöld hjá ungmennaliðunum

Það er áfram líf og fjör í handboltanum en í kvöld er sannkallaður bæjarslagur þegar ungmennalið KA sækir ungmennalið Akureyrar heim í Höllina. Leikurinn er liður í 2. deild karla og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar liðin í bænum mætast

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs í gær

Kvennalið KA/Þórs gerði sér lítið fyrir og vann ákaflega sannfærandi sigur á Stjörnunni í KA-Heimilinu í gær. Liðið leiddi leikinn frá upphafi og náði á tímabili níu marka forskoti. KA/Þór er því með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar

KA/Þór vann frábæran sigur á Stjörnunni

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld í 5. umferð Olís deildar kvenna. Stelpurnar höfðu unnið báða útileiki vetrarins en hinsvegar höfðu báðir heimaleikirnir tapast og sást langar leiðir að stelpurnar ætluðu sér að breyta því í kvöld. Byrjunin var eftir því og strax eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 4-0 og spilamennskan algjörlega til fyrirmyndar

Sólveig Lára valin í A-landsliðshóp

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik valdi 20 manna æfingahóp sem kemur saman dagana 27.-29. október. Við í KA/Þór eigum einn fulltrúa í hópnum og er það hún Sólveig Lára Kristjánsdóttir

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í dag

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:15 í KA-heimilinu

Brotlending í Garðabænum

KA mætti í Garðabæinn og mætti þar Stjörnumönnum í 5. umferð Olís deildar karla. Eftir flotta byrjun á tímabilinu þar sem KA vann tvo magnaða sigra hafa komið tveir tapleikir. Heimamenn höfðu hinsvegar byrjað illa og voru á botninum án stiga fyrir leik dagsins

KA mætir í Garðabæinn í dag

Baráttan í Olís deild karla heldur áfram í dag þegar KA sækir Stjörnumenn heim í Garðabæinn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er liður í 5. umferð deildarinnar. Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn en fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport

KA/Þór með góðan útisigur á Selfossi

KA/Þór sótti Selfyssinga heim í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum og ljóst að það væru ansi mikilvæg stig í húfi. Þór/KA hafði unnið fyrsta útileik vetrarins og eftir tapið í síðustu umferð var hungrið svo sannarlega mikið í hópnum að sækja sigur í kvöld

Sigþór Gunnar í U-21 og Svavar í U-19

Í dag voru gefnir út æfingahópar hjá U-21 og U-19 ára landsliðum Íslands í handbolta. KA á einn fulltrúa í hvorum hóp en leikstjórnandinn Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 hópnum og Svavar Sigmundsson markvörður er í U-19 hópnum