Fréttir

Haukasigur eftir hörkuleik

KA/Þór tók á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins fyrir jólafrí í Olís deild kvenna. Stelpurnar komu mörgum á óvart er þær unnu 23-24 sigur í fyrri viðureign liðanna og var ljóst að lið gestanna hugði á hefndir. Haukar voru á miklu skriði fyrir leikinn og höfðu unnið síðustu fjóra leiki sína

Síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí

Það styttist í jólafrí í Olís deild kvenna eins furðulega og það kann að hljóma. Stelpurnar í KA/Þór taka í kvöld á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins í bili en leikurinn hefst klukkan 19:30 og hvetjum við ykkur öll eindregið til að mæta og styðja þetta frábæra lið okkar til sigurs

Myndaveisla frá Aftureldingarleiknum

Afturelding lagði KA 28-30 í spennuþrungnum leik í Olís deild karla í gær. Gestirnir náðu sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en KA liðið sneri leiknum í upphafi síðari hálfleiks þökk sé frábærum stuðning áhorfenda í KA-Heimilinu. Mosfellingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og hirtu öll stigin

Afturelding sterkari í sveiflukenndum leik

KA tók á móti Aftureldingu í kvöld í 8. umferð Olís deildar karla. Það mátti búast við hörkuleik sem úr varð en Mosfellingar hafa leikið mjög vel í deildinni og hafa á að skipa stóru og sterku liði. KA liðið ætlaði hinsvegar að svara fyrir frekar dapran síðasta leik er liðið féll úr bikarnum

Heimaleikur gegn Aftureldingu á morgun

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla á morgun, mánudag, þegar KA tekur á móti Aftureldingu í 8. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og má búast við hörkuleik. Gestirnir sitja í 4. sæti deildarinnar á sama tíma og okkar lið er í 7. sætinu en þó munar einungis þremur stigum á liðunum

Fjórar úr KA/Þór í landsliðsverkefni

KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna og það hefur eðlilega vakið athygli á leikmönnum liðsins. Á dögunum voru valdir æfingahópar hjá U-17 og U-19 ára landsliðum kvenna auk þess sem valinn var hópur hjá B-landsliði Íslands

KA-1 sigraði 5. flokksmót helgarinnar

Önnur túrnering vetrarins fór fram um helgina hjá yngra ári 5. flokks karla og kvenna í handbolta. Hjá strákunum senti KA tvö lið til leiks en hjá stelpunum senti KA/Þór eitt lið til keppni. Leikið var í Kópavogi og var mikil spenna hjá keppendum okkar fyrir helginni

KA U á toppnum eftir tvo sigra um helgina

Ungmennalið KA í handboltanum átti frábæra ferð suður um helgina en liðið lék tvo leiki og vann þá báða. Fyrir helgina voru strákarnir á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina

Haukar slógu KA útúr bikarnum

KA tók á móti Haukum í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. KA hafði komið mörgum gríðarlega á óvart fyrr í vetur er liðið rótburstaði Hauka í Olís deildinni og var ljóst að gestirnir ætluðu sér að hefna fyrir það

Stórleikur KA og Hauka í kvöld (í beinni)

Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Það má búast við svakalegum leik og ljóst að KA liðið þarf á þínum stuðning að halda til að komast áfram í næstu umferð