Fréttir

Risahandboltadagur í dag! KA-TV í beinni

Það er enginn smá handboltadagur í dag í KA-Heimilinu en KA/Þór tekur á móti Val í Olís deild kvenna klukkan 14:30 og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Stemningin var svakaleg á mánudaginn og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í allan vetur

Þriðja myndaveislan frá KA - Akureyri

Það er alvöru handboltadagur í KA-Heimilinu á morgun, laguardag, þegar KA/Þórs tekur á móti Val kl. 14:30 í opnunarleik Olís deildar kvenna og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja okkar frábæru lið til sigurs í þessum krefjandi verkefnum

Myndaveisla frá bæjarslagnum

Við erum enn í sigurvímu eftir ótrúlegan sigurleik KA á nágrönnum okkar í Akureyri á mánudaginn og höldum áfram að dæla inn myndum frá leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari tók fjölmargar myndir og má sjá þær með því að smella á myndina fyrir neðan

Myndaveisla frá sigri KA á Akureyri

KA vann magnþrunginn 28-27 sigur á Akureyri í bæjarslagnum í fyrstu umferð Olís deildar karla í gær. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á svæðinu og myndaði leikinn í bak og fyrir

Bærinn gulur eftir nágrannaslaginn

KA tók á móti Akureyri í fyrstu umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í gær. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum og seldist gríðarlegt magn af miðum í forsölu og pallarnir þéttsetnir löngu fyrir leik. Á endanum var að sjálfsögðu uppselt og stemningin ævintýraleg

Bílastæði fyrir stórslag kvöldsins

Forsalan á stórleik kvöldsins fer gríðarlega vel af stað. Í fyrra komust færri að en vildu og stefnir í það sama í ár. Forsalan er í fullum gangi og stendur til kl. 16:00, tryggðu þér miða á bæjarslag KA og Akureyrar

Forsala á bæjarslaginn í KA-Heimilinu

Það er mikil eftirvænting fyrir leik KA og Akureyrar í fyrstu umferð Olís deildar karla í handboltanum en leikurinn fer fram á morgun, mánudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Til að sporna við biðröð fyrir leik munum við bjóða upp á forsölu aðgöngumiða milli klukkan 10:00 og 16:00 á morgun, mánudag, í KA-Heimilinu

KA - Akureyri, baráttan um bæinn!

Handboltaveturinn hefst á mánudaginn þegar KA tekur á móti Akureyri þar sem bæjarstoltið sem og gríðarlega mikilvæg stig verða undir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og skiptir það öllu máli að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar til sigurs

KA og KA/Þór leika í Hummel í vetur

Á kynningarkvöldi Handknattleiksdeildar KA sem fram fór í gær var undirritaður nýr styrktarsamningur við Sportver og Toppmenn og Sport. Með þessum nýja samning mun Handknattleiksdeild KA klæðast Hummel og leika því bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í glæsilegum Hummel búningum í vetur

Sólveig Lára til liðs við KA/Þór

KA/Þór barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði undir eins árs samning við liðið. Hún kemur til liðsins frá ÍR en hún er öflug vinstri skytta sem mun bæta bæði varnar- og sóknarlínu liðsins mikið