16.02.2020
KA og KA/Þór sóttu Stjörnuna heim í Olís deildum karla og kvenna í handboltanum í gær. Báðar viðureignir voru lykilhluti í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og voru það konurnar sem hófu veisluna með sínum leik
13.02.2020
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram í þriðja skiptið í vetur helgina 28. febrúar til 1. mars næstkomandi. Þar munu strákar og stelpur fædd 2006 æfa undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur og fá þar smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni
10.02.2020
KA tók á móti Íslandsmeisturum Selfoss í Olís deild karla á laugardaginn. KA liðið hafði tapað báðum leikjum sínum eftir áramót og voru strákarnir staðráðnir í að koma sér á sigurbrautina gegn sterku liði gestanna
10.02.2020
KA/Þór tók á móti Fram í Olís deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins væri ansi erfitt en Fram er á toppi deildarinnar og hefur án nokkurs vafa verið besta lið landsins í vetur
08.02.2020
Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn
06.02.2020
Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00
05.02.2020
KA/Þór sótti ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var nokkur pressa á stelpunum enda deild ofar og höfðu ÍR-ingar því engu að tapa og mættu til leiks af miklum krafti
05.02.2020
KA/Þór sækir ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta klukkan 19:00 í dag. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn mikilvæga
03.02.2020
KA/Þór lék sinn fyrsta heimaleik á árinu um helgina er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru staðráðnar í að næla sér í sæti í úrslitakeppninni í vor en höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum og þurftu því nauðsynlega að finna taktinn á ný og sækja tvö stig
03.02.2020
KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en þetta var fyrsti heimaleikur KA liðsins eftir jólafríið. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti deildarinnar með 11 stig en gestirnir voru á botninum með 2 stig og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu