04.04.2020
Jónatan Magnússon lenti í hörðum árekstri við Þorvarð Tjörva Ólafsson er KA og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2001. Tjörvi skall með andlitið framan á andlit Jonna og féllu þeir báðir við. Það fossblæddi úr Jonna og voru meiðsli hans mjög alvarleg
03.04.2020
KA hampaði sínum fyrsta stóra titli í handboltanum þegar liðið varð Bikarmeistari árið 1995 eftir ótrúlega maraþonviðureign gegn Íslandsmeisturum Vals sem var tvíframlengdur og hefur oft verið nefndur sem besti úrslitaleikurinn í sögu íslensks handbolta
02.04.2020
KA varð Deildarmeistari í handbolta öðru sinni veturinn 1997-1998 og má með sanni segja að aldrei hafi verið jafn mikil spenna í toppbaráttunni eins og þann vetur. Þegar upp var staðið voru fjögur lið efst í deildinni með 30 stig en KA var með bestu markatöluna og stóð því uppi sem Deildarmeistari
31.03.2020
Deildarmeistarar KA og Afturelding mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta þann 21. apríl árið 2001. Úr varð einhver mest spennandi leikur í sögu KA-Heimilisins sem varð tvíframlengdur og fór á endanum í bráðabana
28.03.2020
KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 og fékk fyrir vikið þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 1997-1998. Þar voru mótherjar KA liðsins Litháensku meistararnir í liði Granitas Kaunas og var leikið heima og heiman
26.03.2020
Árið 2002 var ansi gjöfult fyrir handknattleiksdeild KA en ekki nóg með að meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari öðru sinni þá unnust alls sex Íslandsmeistaratitlar í keppni yngri flokka. Þar á meðal var sigur unglingaflokks kvenna sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í kvennaflokki í handboltanum
25.03.2020
KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 en fram að því hafði liðið tvívegis orðið Bikarmeistari og einu sinni Deildarmeistari. KA hafði tapað í lokaúrslitum Íslandsmótsins undanfarin tvö ár og því var eðlilega fagnað af mikilli innlifun þegar liðið landaði þeim stóra eftir frábæra úrslitakeppni
23.03.2020
KA varð Bikarmeistari karla í handknattleik annað árið í röð þegar liðið hampaði titlinum árið 1996. KA lék því aftur í Evrópukeppni Bikarhafa og var reynslunni ríkari eftir flottan árangur árið áður þar sem liðið komst í 16-liða úrslit keppninnar og sló meðal annars út Viking Stavanger frá Noregi sem við rifjuðum upp í gær
22.03.2020
Handknattleikslið KA varð Bikarmeistari árið 1995 og tryggði með því þátttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa tímabilið 1995-1996. Þetta var í fyrsta skiptið sem KA tók þátt í Evrópukeppni í handbolta og var eftirvæntingin eðlilega mikil hjá liðinu sem og stuðningsmönnum KA
18.03.2020
Það er komið að því að rifja upp oddaleik KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir hafði jafnað einvígið í 2-2 og tókst loks hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum sem vannst 21-24 að Hlíðarenda