29.11.2021
Meistaraflokkar KA og KA/Þórs í handbolta standa fyrir stórglæsilegur jólahappdrætti þar sem yfir 60 vinningar eru í boði. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og því ansi góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 14. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst
27.11.2021
Kvennalandslið Íslands í handbolta tók þátt í æfingamóti í Tékklandi sem lauk í dag og átti KA/Þór alls fimm fulltrúa í hópnum. Þetta eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir
19.11.2021
KA tekur á móti Haukum í stórleik í Olísdeild karla á sunnudaginn klukkan 16:00. Stuðningur ykkar skiptir okkur öllu máli og tökum við því við 500 áhorfendum á leiknum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs
19.11.2021
KA/Þór er mætt til Elche á Spáni þar sem stelpurnar mæta heimaliðinu tvívegis í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Rétt eins og í síðasta einvígi munu stelpurnar spila báða leikina á útivelli en það kom ekki að sök er meistararnir frá Kósóvó, KHF Istogu, voru lagðir tvívegis að velli
11.11.2021
KA/Þór á alls fimm fulltrúa í landsliðshópnum sem fer til Cheb í Tékklandi dagana 25.-27. nóvember næstkomandi. Hópurinn telur alls 30 leikmenn en Ísland mun tefla fram tveimur liðum og er ansi spennandi að fylgjast með HSÍ setja enn meiri kraft í umgjörð kvennalandsliðsins
11.11.2021
KA tók á móti Fram í Olísdeild karla í gær í KA-Heimilinu. Það var þó nokkur spenna fyrir leiknum enda var KA-liðið staðráðið í að koma sér aftur á beinu brautina og þá hafa leikir KA og Fram undanfarin ár verið jafnir og spennandi
10.11.2021
Það eru svo sannarlega gríðarlega mikilvæg stig í húfi í kvöld þegar KA tekur á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. KA liðið vann fyrstu tvo leiki sína í vetur en hefur nú tapað fjórum í röð og eru strákarnir einbeittir í að koma sér aftur á beinu brautina