Fréttir

KA/Þór tekur á móti Val í stórleik

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti Val í síðasta heimaleik sínum í Olísdeildinni í vetur. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og risastig í húfi

Satchwell framlengir við KA um tvö ár

Handknattleiksdeild KA og markvörðurinn knái Nicholas Satchwell skrifuðu í dag undir nýjan samning og er Nicholas því samningsbundinn KA næstu tvö árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði

KA sækir Gróttu heim kl. 16:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks

KA og Þór mætast í 4. flokki í dag

Það er bæjarslagur í 4. flokki karla yngri í handboltanum í dag þegar KA og Þór mætast klukkan 16:50 í KA-Heimilinu. Eins og alltaf má búast við miklum baráttuleik þegar þessi lið mætast og alveg ljóst að strákarnir okkar verða klárir í slaginn

Handboltaleikjaskóli KA aftur um helgina

Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt