Fréttir

Leikjum KA/Þór í meistaraflokki, 3. og 4. flokki frestað vegna veðurs

Leik KA/Þór í meistaraflokki í handbolta sem átti að vera á laugardaginn hefur verið frestað vegna veðurútlits um helgina. Liðið hefur farið vel af stað í 2. deildinni og unnið alla sína þrjá leiki og eru úrslitin eftirfarandi: KA/Þór - HK 26-10 (11-6) Haukar - KA/Þór 14-28 (6-15) ÍR - KA/Þór 27-32 (14-12) Á sunnudaginn voru einnig fyrirhugaðir tveir leikir í kvennahandboltanum hjá KA /Þór gegn ÍR, annar í 4. fl. og hinn í 3. fl. Þessum leikjum hefur sömuleiðis verið frestað vegna óveðursins sem geysar um allt land.

Þakkir til allra sem komu að framkvæmd 6. flokks mótsins - myndir

Fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokk yngra ári fór fram á Akureyri um helgina í umsjá KA og Þórs. Mótið hófst kl. 8:30 á laugardagsmorgun og var spilað á 4 völlum og lauk því um kl. 14:30 á sunnudaginn. Á laugardagskvöldinu var haldið diskótek fyrir hópinn þar sem þau skemmtu sér greinilega vel og einhver orka var greinilega eftir miðað við dansinn og sönginn hjá þeim.

Úrslit leikja á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna í handbolta

Um helgina sjá  unglingaráð KA og Þórs um fyrsta Íslandsmót vetrarins fyrir 6. flokk karla og kvenna.  Leikið er í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.  Fyrstu  leikir byrja  kl. 8:30 á laugardagsmorgi og verður spilað til kl. 14:00 á sunnudag.   Niðurröðun leikja má sjá á slóðinni http://www.hsi.is/Motamal/5-8flokkur/6flokkurkarla-Yngraar Fjöldi þátttakenda er u.þ.b. 350 og þeim fylgja 70-80 fullorðnir.  Krakkarnir sem koma að sunnan gista og borða  í Giljaskóla.   Þar verður einnig kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Frekri upplýsingar um mótið veita : Erlingur S. 690-1078 og Sigga S. 892-2612

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar

Nú er komið út fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar. Þar er fjallað um fyrirhugaða starfsemi í vetur, fyrirkomulag keppnisferða, innheimtu æfingagjalda og fleira sem er árvist á þessum tíma. Hægt er að lesa fréttabréfið með því að smella hér.

Leikur dagsins: Akureyri - ÍR ný aðstaða fyrir stuðningsmenn

Leikur Akureyrar og ÍR hefst klukkan 19:00 en fyrir leikinn er handhöfum Gullkorta boðið upp á heitan mat. Að þessu sinni verður maturinn framreiddur á öðrum stað en vanalega eða í stækkaðri aðstöðu félagsins sem er við anddyri Hallarinnar (á vinstri hönd þegar gengið er inn). Maturinn verður framreiddur upp úr klukkan 18:00. Þeir sem enn eiga eftir að verða sér úti um stuðningsmannaskírteini geta gert það í anddyri Hallarinnar og drifið sig síðan í matinn. Að sjálfsögðu verða kaffiveitingarnar í hálfleik.

Akureyri með heimaleik gegn ÍR á fimmtudaginn

Eftir góðan útisigur á Fram í síðustu umferð fær Akureyri verðugt verkefni á fimmtudaginn þegar spútnik lið ÍR kemur í heimsókn. ÍR liðið vann 1. deildina í fyrravetur með töluverðum yfirburðum og síðan hafa ÍR ingar fengið til liðs við sig fjölmarga þungavigtarmenn og fyrir vikið eru þeir með eitt öflugasta byrjunarlið deildarinnar í ár. Það er því ekki undarlegt að liðinu er spáð mikilli velgengni eða þriðja sæti deildarinnar af forráðamönnum N1-liðanna.

Styrkur til kaupa á keppnistreyjum frá Norðurorku

Í sumar hlaut Unglingaráð handknattleiksdeildar styrk til kaupa á keppnistreyjum fyrir stúlkurnar í yngri flokkum KA/Þór frá Norðurorku. Þetta var kærkomin viðbót við það góða starf sem hefur verið unnið í því að styrkja kvennahandboltann frá því að ákveðið var að sameina hann undir merkjum KA/Þór og framvegis munu stelpurnar keppa í sínum eigin búningum.

KA/Þór sýnir nýja búninga - myndir

Stelpurnar í 4. flokki KA/Þór léku um síðustu helgi þrjá leiki í forkeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Aftureldingu sem sigraði 15-19.  Næsti leikur KA/Þór var gegn Haukum og þar unnu KA/Þór stelpurnar tveggja marka sigur 13-11. Í lokaleiknum gerðu KA/Þór og Stjarnan jafntefli 13-13. KA/Þór stelpurnar léku í nýjum búningum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Þóris Tryggvasonar en þær eru frá Stjörnuleiknum.

5. flokkur kvenna hjá KA/Þór setur upp bloggsíðu

Þjálfarar 5. flokks kvenna í KA/Þór hafa sett upp sérstaka læsta bloggsíðu fyrir flokkinn. Þar verður komið á framfæri hverskonar upplýsingum til leikmanna og forráðamanna. Á æfingu í dag fá stelpurnar afhent  aðgangsorð til að komast á bloggsíðuna. Hægt er að komast á bloggsíðuna með því að fara á heimasíðu 5. flokks, sjá hér.