06.07.2012
5. júlí byrjaði með látum, Bernharð markmaður hjá eldra strákaliðinu sagðist eiga afmæli svo það fóru allir að
óska honum til hamingju ásamt því að afmælissöngur var sunginn.
03.07.2012
Í dag var fyrsti keppnisdagur á Partille Cup. Öll liðin okkar spiluðu leiki í dag og gekk mjög vel.
01.07.2012
Fyrsti dagur i Gautaborg.
08.06.2012
Handboltaskóla Greifans sem átti að fara fram 11. - 15. júní næstkomandi hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
03.06.2012
Á
föstudaginn var lokahóf og verðlaunaafhending hjá meistaraflokki KA/Þór í handboltanum. Af því tilefni var tilkynnt um val á
þeim leikmönnum sem sköruðu fram úr í vetur.
25.05.2012
Í dag er síðasti dagur æfinga hjá yngri flokkum í handbolta hjá KA á þessu tímabili, nema hjá 4. flokki karla og kvenna sem
æfa fyrir Partille ferð í sumar.
Við þökkum iðkendum fyrir veturinn og vonumst til að sjá ykkur öll hress og kát á æfingum næsta haust.
Þjálfarar og Unglingaráð handknattleiksdeildar KA
23.05.2012
Guðlaugur Arnarsson hefur ákveðið að hætta þjálfun meistaraflokks KA/Þórs í handbolta. Þetta kemur sér illa fyrir
liðið sem er að undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. Nú er hafin leit að nýjum þjálfara og eru allar ábendingar vel
þegnar í því sambandi.
Guðlaugi eru þökkuð góð störf í vetur fyrir kvennaliðið.
17.05.2012
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar KA var haldið á miðvikudagskvöldið 16. maí s.l. í KA heimilinu.
Fjöldi manns mætti og var mikið fjör, farið var yfir starf vetrarins en um 250 iðkendur æfðu handbolta í vetur og héldum við 2 stór
mót hér fyrir norðan í samvinnu við Þór.
14.05.2012
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar KA verður haldið miðvikudaginn 16. maí klukkan 18:00 Í KA heimilinu.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með fjölskylduna og eiga skemmtilega stund saman.