14.05.2012
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar KA verður haldið miðvikudaginn 16. maí klukkan 18:00 Í KA heimilinu.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með fjölskylduna og eiga skemmtilega stund saman.
08.05.2012
Eins og kunnugt er þá varð 2. flokkur Akureyrar Handboltafélags Íslandsmeistari um helgina. Eftir að hafa unnið til silfurverðlauna ár eftir
ár eftir ár tókst loks að brjóta ísinn og landa stóra titlinum.
Þórir Tryggvason fór með strákunum suður og sendi okkur glæsilegan myndapakka frá ferðalaginu.
05.05.2012
Strákarnir í 2.
flokki settu nú rétt í þessu glæsilegan lokapunkt á tímabilið þegar þeir urðu fyrstu Íslandsmeistarar Akureyrar
Handboltafélags eftir framlengdan úrslitaleik gegn Fram.
Sjá umfjöllun um leikinn.
05.05.2012
Í dag, laugardag er komið að stóra deginum hjá strákunum í 2. flokki þegar þeir mæta Fram í úrslitaleik um
Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður leikið á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni. Það er ástæða til að hvetja
stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í dag og standa með strákunum í
baráttunni.
26.04.2012
Unglingaráð handknattleiksdeilda KA og Þórs vilja koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem komu að 5.flokks móti karla og kvenna sl.helgi, sem Unglingaráð KA og Þórs héldu í sameiningu.
Án þessara frábæru sjálfboðaliða væri ekki mögulegt að halda svona stórt mót.
25.04.2012
Það er allt undir
í Höllinni í kvöld, Akureyri þarf sigur til að knýja fram oddaleik á föstudaginn á meðan FH gerir út um einvígið
með sigri. Vikudagur ræddi við Heimi Örn Árnason, fyrirliða Akureyrar og Einar Andra Einarsson þjálfara FH um
leikinn:
24.04.2012
Hannes Pétursson sendi
okkur dágóðan slatta af myndum frá lokaumferð 5. flokks sem fram fór í KA-heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og
Íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Smelltu hér til að skoða
myndasafnið.
20.04.2012
Nú um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki í handknattleik.
Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.
19.04.2012
Lokaumferð Íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki karla og kvenna verður haldið í samvinnu Unglingaráða KA og Þórs um
helgina. Leikirnir hefjast kl. 16:00 á föstudag og leikið verður til kl. 21:20. Á laugardag verður leikið frá kl. 8:00 til kl. 20:00 og á sunnudag
frá kl. 8:00 til kl. 15:00. Alls verða leiknir 140 leikir og keppendur eru um 500 auk fjölmargra foreldra og þjálfara. Allir eru velkomnir til að sjá
handboltahetjur framtíðarinnar, en leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi
Glerárskóla.
18.04.2012
Þann 17.04
var undirritaður samningur milli Norðlenska og KA/Þórs kvennaliðs í handbolta. Norðlenska verður á næstu árum einn
aðalstyrktaraðili liðsins og er þetta mjög mikilvægt í því starfi sem framundan er í kvennahandboltanum við að halda stelpunum okkar
í fremstu röð.