Fyrsti dagur N1 búinn, skipulag dags 2

Mikið líf og fjör á KA svæðinu
Mikið líf og fjör á KA svæðinu

Við minnum á heimasíðu mótsins, http://n1.ka.is

Þá er fyrsti dagur N1 mótsins búinn og öll úrslit komin inn, bendum á að skoða úrslitasíðuna hjá okkur sem er aðgengileg efst til hægri á síðunni. Við uppfærum úrslit leikja eins fljótt inn og auðið er og því um að gera að fylgjast vel með og ýta á refresh (F5) takkann svo nýjustu úrslitin detti alveg örugglega inn.

Vallarskipulag

 1. Samherji  2. Kjarnafæði  3. Goði  4. Eimskip
 5. Bónus  6. Vodafone  7. Höldur  8. Landsbankinn
 9. N1  10. Sjóvá  11. Greifinn  12. Icelandair


Vallarskipulagið breytist á hverjum degi, það er að segja númerin á völlunum munu flakka aðeins, þetta er gert til að sjá til þess að sem flest lið fái sýningarleik á SportTV sem sýnir beint frá mótinu á netinu og bendum við öllum til að fylgjast vel með þeirra glæsilega starfi. Einnig er þetta kerfi haft á til að sjá til þess að lið séu ekki alltaf að spila á sömu völlunum, sérstaklega þar sem þeir eru aðeins mismunandi í gæðum.

Leikjaskipulag N1 mótsins

- Hérna má skoða leikjaniðurröðun mótsins á netinu - 

- Hérna má sækja leikjaniðurröðun mótsins á excel skjali -

Hér má svo nálgast leikjaskipulag hvers félags á mótinu

Afturelding Álftanes  BÍ/Bolungarvík  Breiðablik  FH 
Fjarðabyggð Fjölnir  Fram  Fylkir  Grindavík 
Grótta Hamar/Ægir  Haukar  HK  Höttur 
ÍA ÍBV  ÍR  KA  Keflavík 
KF/Dalvík KR  Leiknir R  Lundur  Njarðvík 
Reynir/Víðir  Selfoss  Sindri  Skallagrímur  Snæfellsnes 
Stjarnan  Tindastóll  Valur  Viking Fær  Víkingur R 
Völsungur  Þór  Þróttur R  Þróttur V   


Dagskrá SportTV

Eins og kom fram áður sýnir SportTV frá mótinu og á morgun (fimmtudag) munu þeir sýna frá völlum númer 3, 9 og 10. Við bendum að sjálfsögðu á að fylgjast grannt með SportTV.is en hér er plan þeirra fyrir fimmtudaginn 2. júlí

 kl. 09:30  Stjarnan 7 - Grótta 3  Völlur 5
 kl. 10:05  Grindavík 3 - Þróttur R 5  Völlur 5
 kl. 10:40  Valur 5 - Breiðablik 17  Völlur 5
 kl. 11:15  ÍBV 1 - Víkingur R 1  Völlur 6
 kl. 11:50  Njarðvík 1 - Álftanes 1  Völlur 6
 HLÉ  Pása  
 kl. 13:35  KR 6 - Njarðvík 2  Völlur 5
 kl. 14:10  KA 8 - Fjölnir 9  Völlur 5
 kl. 14:45  HK 6 - Valur 5  Völlur 5
 kl. 15:20  HK 1 - Leiknir R 1  Völlur 5
 kl. 15:55  Fjölnir 3 - FH 2  Völlur 5
 kl. 16:30  Selfoss 2 - Fjölnir 5  Völlur 5
 kl. 17:05  ÍA 3 - Tindastóll 1  Völlur 5
 HLÉ  Pása  
 kl. 18:15  BÍ/Bolungarvík 1 - KR 2  Völlur 11
 kl. 18:50  Keflavík 2 - Þróttur R 3  Völlur 11
 kl. 19:25  Fram 4 - Fjarðabyggð 2  Völlur 11