Fréttir

Júdóæfingar falla niður í dag, föstudaginn 7. janúar, vegna ófærðar.

Jólamót júdódeildar KA

Jólamót júdódeildar KA var haldið í gær.  Alls tóku 69 krakkar þátt og var þeim skipt eftir getu þannig að sem jafnast yrði í hverjum flokki.  Óhætt er að segja að framtíðin sé björt ef litið er á þau tilþrif sem sáust á mótinu.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér

Helga kjörin júdókona Íslands árið 2010

Nú um helgina var tilkynnt val á júdókonu og júdómanni Íslands árið 2010. 

Helga stóð sig vel í Danmörku

Helga Hansdóttir náði þeim frábæra árangri að ná 1. og 3ja sæti á alþjóðlegu dönsku unglingameistaramóti í dag.  Hún keppti í aldursflokknum 17-21 árs en þar sem hún er aðeins 17 ára gömul gerir það árangur hennar enn glæsilegri. Helga sigraði opna flokkin í sínum aldursflokki og lenti í 3ja sæti í -63kg. flokki.  Helgu hefur gengið afar vel á alþjóðlegum mótum að undanförnu.  Hún lenti í 5. sæti á mjög stóru alþjóðlegu móti í Svíþjóð í haust.  Þar var hún aðeins hársbreidd frá þriðjasætinu.  Auk þess náði hún 3ja sæti á Norðurlandamótinu í vor. Júdódeild KA óskar Helgu til hamingju með árangurinn.

Kyu-mótið um helgina fellur niður vegna veðurs.

Kyu-mót JSÍ sem halda átti á Akureyri nú um helgina hefur verið frestað vegna veðurs.  Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri og að sjálfsögðu hér á Akureyri.

Júdóæfingar hefjast mánudaginn 6. september

Mánudaginn 6. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA.  Æfingagjöld í júdó eru þau sömu og hafa verið undanfarin ár.  Við leggjum mikið upp úr því að æfingagjöld séu í algjöru lágmarki svo að sem flestir geti æft júdó.    Æfingataflan er eftirfarandi:  

Sumaræfingar í júdó

Sumardgagskrá: Mánudaga kl. 20:00 - júdó Þriðjudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Miðvikudaga kl. 20:00 - júdó Fimmtudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Föstudaga kl. 20:00 - júdó Sunnudaga kl. 10:00 - þrek á Hrafnagili

Steinar Eyþór Valsson Norðurlandameistari í júdó yngi en 20 ára.

Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó.  Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára.  KA eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg.  Steinar er gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.

Hans Rúnar Norðurlandameistari í júdó 30 ára og eldri

Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik.  Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri.  Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára.  Hans sigraði norðmann í úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.

Það er komið sumarfrí hjá yngri flokkum í júdó.

Nú erum við komin í sumarfrí í júdó hjá yngri flokkum.  Meistaraflokkur æfir áfram í sumar en dagskráin hjá þeim breytist í næstu viku og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni eftir næstu helgi.