KA tekur á móti Hamri í kvöld

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar
Lesa meira

KA í úrslit Kjörísbikars kvenna!

KA leikur til úrslita í Kjörísbikarnum í blaki kvenna en stelpurnar okkar tryggðu sig í úrslitaleikinn með afar sannfærandi 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum í dag. Sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu og alveg ljóst að stelpurnar ætla sér að verja bikarmeistaratitilinn
Lesa meira

KA Podcastið - Blakbikarveisla

KA Podcastið hefur göngu sína að nýju enda blakveisla framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram. Veislan hefst kl. 17:30 í dag þegar karlalið KA mætir Vestra og á morgun, föstudag, mætir kvennalið KA liði Þróttar Fjarðabyggðar kl. 20:15
Lesa meira

Kjörísbikarveislan hefst í dag!

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins í blaki er runnin upp og strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 17:30 þegar þeir mæta liði Vestra í undanúrslitunum í dag. Á morgun, föstudag, leika svo stelpurnar okkar gegn Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum kvenna kl. 20:15 og ekki spurning að bæði lið ætla sér í úrslitaleikinn
Lesa meira

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blakinu í dag og voru bæði lið KA að sjálfsögðu í pottinum og eðlilega mikil eftirvænting í loftinu. Það eru landsbyggðarslagir framundan en karlalið KA mætir liði Vestra og kvennaliðið mætir Þrótti Fjarðabyggð
Lesa meira

Þrjú lið KA í bikarúrslit yngriflokka

Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram á Akureyri um síðustu helgi í umsjón blakdeildar KA. Þetta er eitt stærsta yngriflokkamót í blaki undanfarin ár og getum við verið afar stolt af því hve vel mótið gekk fyrir sig en lið hvaðan æva af landinu léku listir sínar
Lesa meira

Bikarmót í blaki um helgina

Það verður heldur betur nóg um að vera í íþróttahúsum Akureyrarbæjar um helgina þegar bikarkeppni yngriflokka í blaki fer fram á laugardag og sunnudag. Alls verður keppt í KA-Heimilinu, Íþróttahöllinni og Naustaskóla en bæði strákar og stelpur á aldrinum U14 og upp í U20 leika listir sínar
Lesa meira

Frítt inn á stórleik KA og Vestra

KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan
Lesa meira

Toppslagur KA og Aftureldingar kl. 15:00

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Aftureldingu í risaleik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA-Heimilinu og við þurfum á þínum stuðning að halda
Lesa meira

Jóna, Gísli og Helena í úrvalsliðum fyrri hlutans

KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is