Flýtilyklar
17.04.2023
Stelpurnar byrja á heimaleik í nágrannaslagnum
KA hefur leik í úrslitakeppninni í blaki kvenna á morgun, þriðjudag, þegar stelpurnar taka á móti Völsung í undanúrslitunum. Stelpurnar okkar hafa átt stórkostlegt tímabil og hafa nú þegar hampað sigri í bikarnum sem og deildinni og nú er komið að þeim allra stærsta, sjálfum Íslandsmeistaratitlinum
Lesa meira
15.04.2023
Strákarnir áfram í undanúrslitin
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í blaki karla með afar góðum 3-0 heimasigri á HK í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. KA hafði unnið 1-3 útisigur er liðin mættust í Kópavogi og vann þar með báða leikina í einvíginu og fer sannfærandi áfram í næstu umferð
Lesa meira
14.04.2023
Leik KA og HK seinkað til 20:30
KA tekur á móti HK í síðari leik liðanna í úrslitakeppninni í blaki karla klukkan 20:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Sigur tryggir strákunum sæti í undanúrslitunum og við þurfum á ykkar stuðning að halda
Lesa meira
12.04.2023
Góður útisigur í fyrri leiknum gegn HK
KA og HK mættust í fyrri leik sínum í úrslitakeppninni í blaki karla í Kópavogi í kvöld en KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar en HK í 6. sæti. Leikið er heima og heiman en í húfi er sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins
Lesa meira
12.04.2023
Úrslitakeppnin byrjar hjá strákunum
Úrslitakepnin í blaki karla hefst í kvöld þegar HK tekur á móti KA klukkan 19:30. KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar og mætir hér liði HK sem endaði í 6. sæti deildarinnar. Liðin mætast fyrst á heimavelli HK og svo á föstudaginn á heimavelli KA klukkan 19:00
Lesa meira
05.04.2023
Stelpurnar í keppnisferð í Barcelona
Kvennalið KA í blaki lagði í dag af stað í æfinga og keppnisferð til Barcelona yfir páskana. Stelpurnar tryggðu sér Deildarmeistaratitilinn á dögunum og hefja því leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn og nýta sér því pásuna á þennan skemmtilega hátt
Lesa meira
03.04.2023
KA Deildarmeistari kvenna (myndaveisla)
KA varð Deildarmeistari í blaki kvenna annað árið í röð og samtals í fimmta skiptið er stelpurnar okkar lögðu lið Álftanes að velli 3-1 í KA-Heimilinu í hreinum úrslitaleik liðanna um sigur í deildinni. KA hefur því fagnað sigri í deildarkeppninni, bikarkepninni í vetur auk þess sem stelpurnar eru meistarar meistaranna
Lesa meira
01.04.2023
KA Deildarmeistari annað árið í röð!
Kvennalið KA í blaki hampaði Deildarmeistaratitlinum í dag eftir frábæran 3-1 sigur á liði Álftanes í hreinum úrslitaleik um titilinn en leikurinn var lokaleikur liðanna í deildinni. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því ljóst að sigurliðið færi heim með bikarinn
Lesa meira
30.03.2023
Deildarmeistaratitillinn í húfi á laugardag!
KA og Álftanes mætast í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu á laugardaginn klukkan 13:00. Leikurinn er síðasti leikur liðanna í deildarkeppninni og eru þau jöfn að stigum fyrir leikinn og því ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi verður Deildarmeistari
Lesa meira
22.03.2023
KA tekur á móti Hamri í kvöld
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar
Lesa meira