12.08.2023
Þorri Mar Þórisson er genginn í raðir sænska liðsins Öster en hann hefur staðist læknisskoðun félagsins og skrifaði undir samning nú í morgun. Þorri skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026 en Öster kaupir Þorra af KA og er hann fimmti leikmaður okkar sem við seljum út síðustu sex árin
10.08.2023
KA sækir stórlið Club Brugge heim í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA klukkan 18:00 í kvöld á Jan Breydelstadion í Brugge í Belgíu. Það má búast við ansi krefjandi leik en lið Brugge er fornfrægt lið sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð
04.08.2023
KA gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA eftir 5-3 samanlagðan sigur á Írska liðinu Dundalk. KA vann fyrri leik liðanna 3-1 á Framvellinum fyrir viku og voru strákarnir því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fór fram á troðfullum Oriel Park í Dundalk
30.07.2023
Árni Veigar Árnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn félaginu út árið 2026. Árni sem er 16 ára gamall kemur til liðs við okkur frá Hetti/Huginn og er gríðarlega spennandi og efnilegur leikmaður
29.07.2023
Björgvin Máni Bjarnason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Björgvin sem er aðeins 19 ára gamall er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA
26.07.2023
Knattspyrnudeild Hattar og Knattspyrnudeild KA hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn hefur það að markmiði að efla starf beggja knattspyrnudeilda og auka samstarf félaganna
25.07.2023
KA barst heldur betur góður liðsstyrkur í dag þegar Jóan Símun Edmundsson skrifaði undir samning út núverandi tímabil. Jóan sem verður 32 ára gamall á morgun er gríðarlega öflugur framherji sem er lykilmaður í færeyska landsliðinu þar sem hann hefur leikið 79 landsleiki og gert í þeim 8 mörk
24.07.2023
KA liðið gerði sér lítið fyrir og vann frækinn 0-2 útisigur á liði Connah's Quay Nomads í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA á dögunum. Strákarnir tryggðu sér þar með sæti í næstu umferð með því að vinna einvígið samtals 4-0
22.07.2023
Daníel Hafsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Algjörlega frábærar fréttir enda Danni burðarás og lykilmaður í KA liðinu og skýr skilaboð um að við ætlum okkur áfram að vera í fremstu röð
19.07.2023
KA sækir Connah's Quay Nomads heim á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00 í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA leiðir 2-0 eftir frábæran sigur á Framvellinum og klárt að strákarnir ætla sér í næstu umferð