19.09.2015
KA mætti Þór í lokaumferð 1. deildar karla í dag á Þórsvelli. Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri okkar manna. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir KA.
18.09.2015
Sandra María Jessen skoraði fyrsta mark Íslands í 4-1 sigri á Slóvakíu á Laugardalsvelli sem fram fór í gær.
15.09.2015
Pétur Ólafsson lét af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka KA í knattspyrnu um síðustu mánaðamót og við starfinu tók Aðalbjörn Hannesson sem er íþróttafræðingur að mennt og þaulreyndur yngriflokkaþjálfari hjá KA.
13.09.2015
Strákarnir í 4. fl eru Íslandsmeistarar 2015 í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fjölni á Akureyrarvelli.
12.09.2015
KA tapaði gegn Grindvíkingum í 21. umferð 1. deildar karla í dag. Grindavík var 2-0 yfir í hálfleik og lauk leiknum með 1-3 sigri gestanna sem voru miklu sterkari í dag.
10.09.2015
2. flokkur KA náði á dögunum að tryggja sig upp um deild í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir eiga enn eftir að leika einn leik í deildinni, gegn Þór, en það er ekkert lið sem getur náð þeim í 2. sæti deildarinnar. Afar ólíklegt þykir að KA muni tryggja sér deildarmeistaratitil enn þeir eru þremur stigum á eftir Fjölni sem er í 1. sæti og með mun lakari markatölu.