Þór/KA grátlega nærri sigri gegn Selfoss
08.07.2015
Nú rétt í þessu var leik Þór/KA og Selfoss að ljúka og lokatölur urðu 1-1 eftir að gestirnir náðu að jafna metin tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Stelpurnar í Þór/KA náðu að skora úr sínu fyrsta alvöru færi og var þar á ferðinni Lillý Rut Hlynsdóttir eftir mikinn barning í teig Selfyssinga eftir hornspyrnu. Lillý gafst ekki upp og kom boltanum í netið og okkar stúlkur komnar yfir eftir rétt rúmt kortér.