Fréttir

Arnar Grétarsson áfram með KA

Knattspyrnudeild KA og Arnar Grétarsson hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar muni áfram stýra liði KA á næstu leiktíð. Arnar sem tók við liðinu um mitt seinasta sumar hefur komið af miklum krafti inn í félagið og lyft öllu starfi okkar upp á hærra plan

Októberfest lokahóf á laugardaginn

Októberfest lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn í Golfskálanum. KA leikur gegn FH í lokaleik sumarsins á Greifavellinum klukkan 14:00. Húsið opnar klukkan 18:00 og má búast við miklu fjöri er við gerum upp fótboltasumarið

KA gjörsigraði Íslandsmeistarana!

KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í kvöld í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Fyrir leikinn tapaði KR 1-2 á heimavelli sínum gegn Víkingum og því ljóst að KA og Valur höfðu þar með tækifæri á að stökkva upp í 3. sætið sem getur gefið Evrópusæti ef allt gengur upp

Risaleikur að Hlíðarenda kl. 18:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá KR sem situr í 3. sætinu

Þrír frá KA í U15 sem leikur gegn Finnum

U15 ára landslið Íslands í knattspyrnu leikur tvo æfingaleiki við Finna dagana 20.-24. september næstkomandi. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. september en leikirnir fara svo fram í Mikkeli í Finnlandi

Myndir og myndband frá Íslandsmeisturum 5. flokks

Stelpurnar í 5. flokki KA hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en stelpurnar lögðu FH 6-0 að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Greifavellinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt sumar en þær unnu alla leiki sína og það á sannfærandi hátt en þær gerðu 115 mörk og fengu aðeins á sig 9 mörk

Úrslitin í 5. flokki kvenna á laugardag

5. flokkur kvenna leikur til úrslita á Íslandsmótinu bæði í A og B liðum á Greifavellinum á morgun. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér að kóróna tímabilið með stæl á heimavelli. Það er því um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á stóra sviðinu

Heimaleikur gegn ÍA á sunnudag

KA tekur á móti ÍA í 19. umferð Pepsi Max deildarinnar á sunnudaginn klukkan 16:00. Það var frábær stemning í stúkunni á miðvikudaginn er KA tók á móti Breiðablik og skiptir miklu máli að við höldum áfram að styðja strákana á lokaspretti sumarsins

Vetrartafla knattspyrnudeildar KA

Fótboltasumrinu er að ljúka og birtum við hér vetrartöflu knattspyrnudeildar KA. Æfingataflan tekur gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi í 5.-8. flokki ásamt 4. flokki kvenna. Strákarnir í 2., 3. og 4. flokki æfa samkvæmt plani frá þjálfurum í september

Tryggðu þér miða á stórleikinn í Stubb!

KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Þetta er einhver stærsti leikur sem félagið hefur spilað í langan tíma en með sigri væri KA aðeins þremur stigum frá sjálfu toppsæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni