Fréttir

Þór/KA og ÍBV skildu jöfn (myndaveislur)

Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrstu umferð seinni hluta Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum í gær. Fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum og voru því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið en á sama tíma og stutt er upp í efri hluta deildarinnar er stutt niður í botnbaráttuna

Grímsi og Hrannar framlengja út 2023

Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir skrifuðu báðir undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir út sumarið 2023. Báðir eru þeir algjörir lykilmenn í liði KA sem er í toppbaráttu efstu deildar í sumar auk þess að vera komið áfram í Mjólkurbikarnum

Frábæru N1 móti KA lokið (myndband)

35. N1 mót KA var haldið á KA svæðinu dagana 30. júní - 3. júlí 2021. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 216 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.150 en alls voru leiknir 1056 leikir sem gera 29.832 mínútur af fótbolta

Orðsending knattspyrnudeildar vegna vallarmála

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir

Mikkel Qvist snýr aftur í KA

Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð. Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark

Brynjar Ingi gengur til liðs við Lecce

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samkomulagi við ítalska liðið U.S. Lecce um félagaskipti Brynjars Inga Bjarnasonar með hefðbundum fyrirvörum, til að mynda um læknisskoðun

Iðunn, Kimberley og Steingerður á NM með U16

Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir eru í lokahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem keppir á Norðurlandamótinu í Kolding í Danmörku dagana 4.-13. júlí næstkomandi

Útileikur gegn Keflavík í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag og var KA í pottinum eftir dramatískan 1-2 útisigur á Stjörnunni á dögunum. Aftur varð niðurstaðan útileikur og aftur gegn andstæðing úr efstu deild en að þessu sinni sækja strákarnir Keflvíkinga heim

KA sækir ÍA heim klukkan 18:00

Það er loksins komið að næsta leik í fótboltanum þegar KA sækir ÍA heim niður á Skipaskaga. Strákarnir hafa verið í leikjapásu vegna landsliðsverkefnisins sem Brynjar Ingi Bjarnason tók þátt í. Leikurinn í dag hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á stod2.is fyrir áskrifendur Stöð 2 Sport

Fimm úr Þór/KA á úrtaksæfingar U15

Þór/KA á alls fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fara fram dagana 21.-24. júní næstkomandi á Selfossi. Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U15 og hefur umsjón með æfingunum